Erlent Ekki sátt um lokun herstöðva Samningaviðræður um lokun rússneskra herstöðva í Georgíu fór út um þúfur í dag að sögn utanríkisráðherra Georgíu. Af þeim sökum mun forseti landsins, Mikhail Saakashvili, ekki verða viðstaddur sérstök hátíðahöld í Rússlandi næstkomandi mánudag í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Erlent 6.5.2005 00:01 Stokkað upp í stjórninni Tony Blair kynnti í gærkvöld þriðja ráðuneyti sitt en hann gerði óverulegar breytingar á ráðherraliði sínu. Erlent 6.5.2005 00:01 Áfall fyrir Blair Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Erlent 6.5.2005 00:01 Tregablandin ánægja Forystumenn allra helztu flokkanna í Bretlandi sáu hverjir sínar ástæður til að kætast yfir úrslitum þingkosninganna. En þeir urðu líka allir fyrir vonbrigðum. Erlent 6.5.2005 00:01 Varnarsigur Verkamannaflokksins Þótt Verkamannaflokkurinn hafi haldið velli í bresku þingkosningunum í fyrradag þá er ljóst að þingmeirihlutinn má ekki naumari vera. Óvæntustu tíðindi gærdagsins voru þó afsögn Michaels Howard, leiðtoga íhaldsmanna. Erlent 6.5.2005 00:01 Þúsundir flýja Tógó Ólgan í Tógó heldur áfram eftir að Faure Gnassingbe var kjörinn forseti landsins í kosningum sem margir telja vafasamar í meira lagi. Erlent 6.5.2005 00:01 Marburg-veiran lætur á sér kræla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skoðar nú hvort verið geti að að læknir og hjúkrunarfræðingur í Angóla hafi smitast af hinni óhugnanlegu Marburg-veiru. Erlent 6.5.2005 00:01 Sjö lögreglumenn féllu Að minnsta kosti sjö lögreglumenn féllu í valinn og fimmtán særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp á námunda við rútu sem flytur lögreglumenn í og úr vinnu. Erlent 6.5.2005 00:01 Illa farið með útlenskar konur Allmörg dæmi eru um í Noregi að taílenskar konur sem giftast norskum mönnum eru þvingaðar í vændi þangað til þeim er hent út að lokum. Erlent 6.5.2005 00:01 Tugir handteknir vegna klámhrings Tugir manna hafa verið handteknir og yfirheyrðir undanfarna daga í átta Evrópulöndum vegna meintrar aðildar þeirra að barnaklámhring á Netinu. Lögregluyfirvöld í Frakklandi segja að á tölvum hinna handteknu sé að finna þúsundir ljósmynda og myndbanda sem sýni börn misnotuð kynferðislega. Erlent 6.5.2005 00:01 Bretar veðja um kosningaúrslit Bretar hafa gaman af því að veðja og eitt af því sem þeir hafa veðjað á er veðrið í dag, kosningadaginn, en þeir veðja líka grimmt um úrslit kosninganna og ýmislegt fleira. Erlent 5.5.2005 00:01 Danir biðja gyðinga afsökunar Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á því að Danir vísuðu gyðingum og fleirum frá landinu í seinni heimsstyrjöldinni, í opinn dauðann í Þýskalandi. Afsökunarbeiðnin kemur í kjölfar upplýsinga frá Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni fornleifafræðingi. Erlent 5.5.2005 00:01 Kjaftað við kjörkassann Óánægja með Blair-stjórnina var áberandi meðal kjósenda í Kensington-Chelsea-kjördæmi í Lundúnum í gær. Auðunn Arnórsson blaðamaður ræddi við nokkra þeirra. Erlent 5.5.2005 00:01 Hörð átök í Afganistan Sjötíu manns hafa fallið í átökum í suðurhluta Afganistans síðustu þrjá daga. Bandaríkjaher segir að 40 talibanar og einn afganskur lögreglumaður hafi látist í átökum í héraðinu Zabul á þriðjudag í mannskæðusutu bardögum í landinu í níu mánuði. Sex bandarískir hermenn og fimm afganskir lögreglumenn særðust í átökunum. Erlent 5.5.2005 00:01 Talabani til Jórdaníu til viðræðna Jalal Talabani, hinn nýi forseti Íraks, fer í fyrstu erlendu heimsókn sína á laugadaginn, en þá heimsækir hann Jórdaníu til þess að ræða við þarlend yfirvöld um samvinu á sviði öryggis- og efnahagsmála. Talabani, sem varð fyrsti kúrdíski forseti Íraks í síðasta mánuði, mun hitta Abdullah konung Jórdaníu og munu þeir meðal annars ræða um hvernig vinna megi sigur á uppreisnarmönnum í Írak, en Jórdanar hafa stutt Bandaríkjamenn í aðgerðum þeirra í Írak. Erlent 5.5.2005 00:01 Orþódoxar deila Harðvítugar deilur eru komnar upp í grísku rétttrúnaðarkirkjunni í Ísrael eftir að upp komst að Íreneus patríarki í Jerúsalem hefði lánað verðmæta kirkjumuni til landnema í austurhluta borgarinnar. Erlent 5.5.2005 00:01 Hart barist í Afganistan Til mjög harðs bardaga kom í vikunni í suðaustanverðu Afganistan þegar bandarískir og afganskir hermenn gengu milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum. Erlent 5.5.2005 00:01 Gripu Sáda á leið til Íraks Sýrlensk stjónvöld hafa 137 Sáda í haldi sem reyndu að komast inn í Írak í gegnum Sýrland. Þetta hefur sádi-arabíska dagblaðið <em>Al-Watan</em> eftir ónefndum heimildarmönnum í Sýrlandi. Mennirnir eru grunaðir um hafa haft í hyggju að slást í lið með uppreisnarmönnum í Írak sem herjað hafa á her og borgara undanfarnar vikur. Erlent 5.5.2005 00:01 Lög gegn dónalegum klappstýrum Ríkisþing Texas hefur sett lög sem banna eggjandi tilburði klappstýra í skólum ríkisins. Samkvæmt lögunum verður strangt eftirlit haft með klappstýrum og fari þær yfir strikið geta yfirvöld skipað skólastjórum að stöðva athæfið. Erlent 5.5.2005 00:01 Kosið í Bretlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir á Bretlandi fyrir nokkrum stundum en ekki er búist við mjög mikilli kjörsókn. Verkamannaflokkurinn virðist heldur hafa bætt við sig fylgi á lokaspretti kosningabaráttunnar í Bretlandi og er bilið á milli hans og Íhaldsflokksins í könnunum frá sex og upp í tíu prósent. Erlent 5.5.2005 00:01 Spáir spennandi kosninganótt Einn þekktasti stjórnmálaskýrandi og fréttamaður Breta, Adam Boulton hjá Sky-fréttastöðinni, lifir og hrærist í pólitíkinni, andar henni að sér hverjum degi. Hann spáir spennandi kosninganótt. Erlent 5.5.2005 00:01 Danir minntust frelsunar Danir minnast þess í dag að 60 ár eru liðin frá því að Danmörk var frelsuð úr greipum nasista eftir síðari heimsstyrjöldina. Margrét Þórhildur Danadrottning og Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra voru meðal þeirra sem minntust þessa ásamt fyrrverandi andspyrnumönnum í garði í Kaupmannahöfn sem gerður var til minningar um fórnarlömb stríðsins. Erlent 5.5.2005 00:01 Baðst afsökunar á brottvísunum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á því að dönsk stjórnvöld vísuðu gyðingum úr landi í seinni heimsstyrjöldinni og enduðu í útrýmingabúðum nasista. Þetta gerist í kjölfar rannsókna Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings. Erlent 5.5.2005 00:01 Sprengt við ræðismannsskrifstofu Tvær heimatilbúnar handsprengjur voru sprengdar fyrir utan bresku ræðismannsskrifstofuna í New York í gærmorgun. Íslenska ræðismannsskrifstofan stendur þar steinsnar frá. Erlent 5.5.2005 00:01 Páfabíllinn sleginn Búið er að selja Volkswagen Golf bifreiðina sem var í eigu Josef Ratzinger, nú Benedikts XVI páfa, á uppboðsvefnum eBay. Erlent 5.5.2005 00:01 Jafnstórar fylkingar í Frakklandi Franska þjóðin skiptist nú í jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarskrár Evrópusambandsins, rúmum þremur vikum áður en gengið verður til kosninga um hana. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð varð fyrir tímaritið <em>Paris Match</em> og birt var í dag er helmingur á móti stjórnarskránni og jafnhátt hlutfall fylgjandi henni, en aðeins níu prósent aðspurðra sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. Erlent 5.5.2005 00:01 Kosningar í Palestínu Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í fjölda bæja á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Úrslit þeirra þykja gefa fyrirheit um lyktir þingkosninganna sem haldnar verða í júlí. Erlent 5.5.2005 00:01 Ekki saksóttur fyrir dráp á Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan Íraka til bana úr návígi verður ekki sóttur til saka. Framganga hans var í samræmi við reglur hersins. Erlent 5.5.2005 00:01 Skipta 6 milljarða lottóvinningi Tíu Ítalír duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þegar stærsti vinningur sem nokkur tíma hefur verið í lottói í landinu var dreginn út. Vinningshafarnir tíu voru allir með sex stafa talnaröð rétta á lottómiða sem þeir keyptu á litlum bar í útjaðri Mílanóborgar. Þeir deila með sér 72 milljónum evra, eða tæpum sex milljörðum króna, en þess má geta að enginn hafði verið með sex tölur réttar í lottóinu í heila sjö mánuði og því var vinningsupphæðin svo há. Erlent 5.5.2005 00:01 Sagði frá síðustu dögum Hitlers Í þessari viku eru liðin sextíu ár síðan þýski og sovéski herinn háðu sína síðustu blóðugu baráttu um Berlín. Enn eru þeir til sem muna vel eftir þessum tíma, þar á meðal lífvörður Adolfs Hitlers sem eyddi síðustu dögunum með honum tíu metrum undir yfirborði jarðar. Erlent 5.5.2005 00:01 « ‹ ›
Ekki sátt um lokun herstöðva Samningaviðræður um lokun rússneskra herstöðva í Georgíu fór út um þúfur í dag að sögn utanríkisráðherra Georgíu. Af þeim sökum mun forseti landsins, Mikhail Saakashvili, ekki verða viðstaddur sérstök hátíðahöld í Rússlandi næstkomandi mánudag í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Erlent 6.5.2005 00:01
Stokkað upp í stjórninni Tony Blair kynnti í gærkvöld þriðja ráðuneyti sitt en hann gerði óverulegar breytingar á ráðherraliði sínu. Erlent 6.5.2005 00:01
Áfall fyrir Blair Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Erlent 6.5.2005 00:01
Tregablandin ánægja Forystumenn allra helztu flokkanna í Bretlandi sáu hverjir sínar ástæður til að kætast yfir úrslitum þingkosninganna. En þeir urðu líka allir fyrir vonbrigðum. Erlent 6.5.2005 00:01
Varnarsigur Verkamannaflokksins Þótt Verkamannaflokkurinn hafi haldið velli í bresku þingkosningunum í fyrradag þá er ljóst að þingmeirihlutinn má ekki naumari vera. Óvæntustu tíðindi gærdagsins voru þó afsögn Michaels Howard, leiðtoga íhaldsmanna. Erlent 6.5.2005 00:01
Þúsundir flýja Tógó Ólgan í Tógó heldur áfram eftir að Faure Gnassingbe var kjörinn forseti landsins í kosningum sem margir telja vafasamar í meira lagi. Erlent 6.5.2005 00:01
Marburg-veiran lætur á sér kræla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skoðar nú hvort verið geti að að læknir og hjúkrunarfræðingur í Angóla hafi smitast af hinni óhugnanlegu Marburg-veiru. Erlent 6.5.2005 00:01
Sjö lögreglumenn féllu Að minnsta kosti sjö lögreglumenn féllu í valinn og fimmtán særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp á námunda við rútu sem flytur lögreglumenn í og úr vinnu. Erlent 6.5.2005 00:01
Illa farið með útlenskar konur Allmörg dæmi eru um í Noregi að taílenskar konur sem giftast norskum mönnum eru þvingaðar í vændi þangað til þeim er hent út að lokum. Erlent 6.5.2005 00:01
Tugir handteknir vegna klámhrings Tugir manna hafa verið handteknir og yfirheyrðir undanfarna daga í átta Evrópulöndum vegna meintrar aðildar þeirra að barnaklámhring á Netinu. Lögregluyfirvöld í Frakklandi segja að á tölvum hinna handteknu sé að finna þúsundir ljósmynda og myndbanda sem sýni börn misnotuð kynferðislega. Erlent 6.5.2005 00:01
Bretar veðja um kosningaúrslit Bretar hafa gaman af því að veðja og eitt af því sem þeir hafa veðjað á er veðrið í dag, kosningadaginn, en þeir veðja líka grimmt um úrslit kosninganna og ýmislegt fleira. Erlent 5.5.2005 00:01
Danir biðja gyðinga afsökunar Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á því að Danir vísuðu gyðingum og fleirum frá landinu í seinni heimsstyrjöldinni, í opinn dauðann í Þýskalandi. Afsökunarbeiðnin kemur í kjölfar upplýsinga frá Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni fornleifafræðingi. Erlent 5.5.2005 00:01
Kjaftað við kjörkassann Óánægja með Blair-stjórnina var áberandi meðal kjósenda í Kensington-Chelsea-kjördæmi í Lundúnum í gær. Auðunn Arnórsson blaðamaður ræddi við nokkra þeirra. Erlent 5.5.2005 00:01
Hörð átök í Afganistan Sjötíu manns hafa fallið í átökum í suðurhluta Afganistans síðustu þrjá daga. Bandaríkjaher segir að 40 talibanar og einn afganskur lögreglumaður hafi látist í átökum í héraðinu Zabul á þriðjudag í mannskæðusutu bardögum í landinu í níu mánuði. Sex bandarískir hermenn og fimm afganskir lögreglumenn særðust í átökunum. Erlent 5.5.2005 00:01
Talabani til Jórdaníu til viðræðna Jalal Talabani, hinn nýi forseti Íraks, fer í fyrstu erlendu heimsókn sína á laugadaginn, en þá heimsækir hann Jórdaníu til þess að ræða við þarlend yfirvöld um samvinu á sviði öryggis- og efnahagsmála. Talabani, sem varð fyrsti kúrdíski forseti Íraks í síðasta mánuði, mun hitta Abdullah konung Jórdaníu og munu þeir meðal annars ræða um hvernig vinna megi sigur á uppreisnarmönnum í Írak, en Jórdanar hafa stutt Bandaríkjamenn í aðgerðum þeirra í Írak. Erlent 5.5.2005 00:01
Orþódoxar deila Harðvítugar deilur eru komnar upp í grísku rétttrúnaðarkirkjunni í Ísrael eftir að upp komst að Íreneus patríarki í Jerúsalem hefði lánað verðmæta kirkjumuni til landnema í austurhluta borgarinnar. Erlent 5.5.2005 00:01
Hart barist í Afganistan Til mjög harðs bardaga kom í vikunni í suðaustanverðu Afganistan þegar bandarískir og afganskir hermenn gengu milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum. Erlent 5.5.2005 00:01
Gripu Sáda á leið til Íraks Sýrlensk stjónvöld hafa 137 Sáda í haldi sem reyndu að komast inn í Írak í gegnum Sýrland. Þetta hefur sádi-arabíska dagblaðið <em>Al-Watan</em> eftir ónefndum heimildarmönnum í Sýrlandi. Mennirnir eru grunaðir um hafa haft í hyggju að slást í lið með uppreisnarmönnum í Írak sem herjað hafa á her og borgara undanfarnar vikur. Erlent 5.5.2005 00:01
Lög gegn dónalegum klappstýrum Ríkisþing Texas hefur sett lög sem banna eggjandi tilburði klappstýra í skólum ríkisins. Samkvæmt lögunum verður strangt eftirlit haft með klappstýrum og fari þær yfir strikið geta yfirvöld skipað skólastjórum að stöðva athæfið. Erlent 5.5.2005 00:01
Kosið í Bretlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir á Bretlandi fyrir nokkrum stundum en ekki er búist við mjög mikilli kjörsókn. Verkamannaflokkurinn virðist heldur hafa bætt við sig fylgi á lokaspretti kosningabaráttunnar í Bretlandi og er bilið á milli hans og Íhaldsflokksins í könnunum frá sex og upp í tíu prósent. Erlent 5.5.2005 00:01
Spáir spennandi kosninganótt Einn þekktasti stjórnmálaskýrandi og fréttamaður Breta, Adam Boulton hjá Sky-fréttastöðinni, lifir og hrærist í pólitíkinni, andar henni að sér hverjum degi. Hann spáir spennandi kosninganótt. Erlent 5.5.2005 00:01
Danir minntust frelsunar Danir minnast þess í dag að 60 ár eru liðin frá því að Danmörk var frelsuð úr greipum nasista eftir síðari heimsstyrjöldina. Margrét Þórhildur Danadrottning og Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra voru meðal þeirra sem minntust þessa ásamt fyrrverandi andspyrnumönnum í garði í Kaupmannahöfn sem gerður var til minningar um fórnarlömb stríðsins. Erlent 5.5.2005 00:01
Baðst afsökunar á brottvísunum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á því að dönsk stjórnvöld vísuðu gyðingum úr landi í seinni heimsstyrjöldinni og enduðu í útrýmingabúðum nasista. Þetta gerist í kjölfar rannsókna Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings. Erlent 5.5.2005 00:01
Sprengt við ræðismannsskrifstofu Tvær heimatilbúnar handsprengjur voru sprengdar fyrir utan bresku ræðismannsskrifstofuna í New York í gærmorgun. Íslenska ræðismannsskrifstofan stendur þar steinsnar frá. Erlent 5.5.2005 00:01
Páfabíllinn sleginn Búið er að selja Volkswagen Golf bifreiðina sem var í eigu Josef Ratzinger, nú Benedikts XVI páfa, á uppboðsvefnum eBay. Erlent 5.5.2005 00:01
Jafnstórar fylkingar í Frakklandi Franska þjóðin skiptist nú í jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarskrár Evrópusambandsins, rúmum þremur vikum áður en gengið verður til kosninga um hana. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð varð fyrir tímaritið <em>Paris Match</em> og birt var í dag er helmingur á móti stjórnarskránni og jafnhátt hlutfall fylgjandi henni, en aðeins níu prósent aðspurðra sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. Erlent 5.5.2005 00:01
Kosningar í Palestínu Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í fjölda bæja á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Úrslit þeirra þykja gefa fyrirheit um lyktir þingkosninganna sem haldnar verða í júlí. Erlent 5.5.2005 00:01
Ekki saksóttur fyrir dráp á Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan Íraka til bana úr návígi verður ekki sóttur til saka. Framganga hans var í samræmi við reglur hersins. Erlent 5.5.2005 00:01
Skipta 6 milljarða lottóvinningi Tíu Ítalír duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þegar stærsti vinningur sem nokkur tíma hefur verið í lottói í landinu var dreginn út. Vinningshafarnir tíu voru allir með sex stafa talnaröð rétta á lottómiða sem þeir keyptu á litlum bar í útjaðri Mílanóborgar. Þeir deila með sér 72 milljónum evra, eða tæpum sex milljörðum króna, en þess má geta að enginn hafði verið með sex tölur réttar í lottóinu í heila sjö mánuði og því var vinningsupphæðin svo há. Erlent 5.5.2005 00:01
Sagði frá síðustu dögum Hitlers Í þessari viku eru liðin sextíu ár síðan þýski og sovéski herinn háðu sína síðustu blóðugu baráttu um Berlín. Enn eru þeir til sem muna vel eftir þessum tíma, þar á meðal lífvörður Adolfs Hitlers sem eyddi síðustu dögunum með honum tíu metrum undir yfirborði jarðar. Erlent 5.5.2005 00:01