Kjaftað við kjörkassann 5. maí 2005 00:01 Stemmningin var róleg á kjörstað í St. Cuthbert og St. Matthias-grunnskólanum við Warwick-veg í Earls Court-hverfinu í vesturhluta Lundúna. Einn og einn kjósandi tíndist inn. Hvíthærð ensk frú. Svartar mæðgur með börn í barnavagni. Miðaldra hindúi með túrban. Dæmigerðir Lundúnabúar. Herman W. Patava var einn þeirra. Ástrali að uppruna af tékkneskum rótum en Lundúnabúi í meira en 40 ár og brezkur ríkisborgari. Hann tjáði blaðamanni að hann hefði greitt Frjálslyndum demókrötum atkvæði sitt að þessu sinni. Honum finnst Blair verðskulda að fá smá skell, eftir Íraksdæmið allt saman. Þessa ógeðfelldu fylgispekt við Bush. "Að vísu hefur mitt atkvæði hér í þessu kjördæmi litla þýðingu," segir hann - Kensington og Chelsea-kjördæmið er eitt allra öruggustu þingsæta Íhaldsflokksins. Hann hefði því jafnvel gælt við að kjósa græningja, þar sem frambjóðandi þeirra í kjördæminu væri alveg jafn ólíklegur til að ná kjöri og hver annar. Nema auðvitað íhaldsframbjóðandinn Sir Malcolm Rifkind, sem er þungavigtarmaður í forystusveit Íhaldsflokksins og var utanríkisráðherra í stjórnartíð John Major 1992-1997. Hann tók við þessu kjördæmi af Michael Portillo, sem á tímabili var ein skærasta stjarna Íhaldsflokksins en hraktist úr honum meðal annars vegna umtals um kynhneigð sína. Valið í kjörklefanum vafðist aftur á móti ekkert fyrir nágrannakonu Hermans, Jo Rendle. Íhaldsflokkurinn á hennar atkvæði, hvað sem á dynur. Hún stundi undan því að sér virtist allt á fallanda fæti. Brezk bílaframleiðsla búin að vera; það væru ekki einu sinni smíðuð lengur skip í landi Nelsons. Þetta hlyti að vera ríkisstjórninni að kenna. Herman benti henni á að svona væri efnahagslífið að þróast í öllum ríkustu löndum heims - iðnframleiðslan að flytjast til láglaunalanda en velmegun samt að vaxa. Frú Rendle hristi bara hausinn. Snaggaralegur maður af indverskum uppruna um fimmtugt, í svartri skyrtu með rakað höfuð, kemur askvaðandi. Er snöggur að kjósa. Svarar blaðamanni líka um hæl er hann spyr hvað hann hafi kosið: Íhaldsflokkinn. Og hikar heldur ekki spurður hvers vegna. "Innflytjendamálin. Þetta er lítið land og allt of mikið af fólki af ólíkum uppruna streymir hingað," segir hann ákveðinn. Er síðan farinn jafn snarlega og hann kom. Ljóshærð kona um fertugt kemur skokkandi á kjörstað. Er líka snögg að kjósa. Og snögg að segja blaðamanni að hún styðji Íhaldsflokkinn. Sir Malcolm þarf greinilega ekki að óttast að neitt óvænt komi upp úr kjörkössunum í Kensington-Chelsea. En hann á heldur ekki von á að verða kallaður aftur til ráðherradóms á þessu kjörtímabili. Jafnvel hörðustu íhaldskjósendurnir sem blaðamaður hitti í gær áttu ekki von á öðru en að Verkamannaflokkurinn myndi áfram halda um stjórnartaumana. Erlent Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Stemmningin var róleg á kjörstað í St. Cuthbert og St. Matthias-grunnskólanum við Warwick-veg í Earls Court-hverfinu í vesturhluta Lundúna. Einn og einn kjósandi tíndist inn. Hvíthærð ensk frú. Svartar mæðgur með börn í barnavagni. Miðaldra hindúi með túrban. Dæmigerðir Lundúnabúar. Herman W. Patava var einn þeirra. Ástrali að uppruna af tékkneskum rótum en Lundúnabúi í meira en 40 ár og brezkur ríkisborgari. Hann tjáði blaðamanni að hann hefði greitt Frjálslyndum demókrötum atkvæði sitt að þessu sinni. Honum finnst Blair verðskulda að fá smá skell, eftir Íraksdæmið allt saman. Þessa ógeðfelldu fylgispekt við Bush. "Að vísu hefur mitt atkvæði hér í þessu kjördæmi litla þýðingu," segir hann - Kensington og Chelsea-kjördæmið er eitt allra öruggustu þingsæta Íhaldsflokksins. Hann hefði því jafnvel gælt við að kjósa græningja, þar sem frambjóðandi þeirra í kjördæminu væri alveg jafn ólíklegur til að ná kjöri og hver annar. Nema auðvitað íhaldsframbjóðandinn Sir Malcolm Rifkind, sem er þungavigtarmaður í forystusveit Íhaldsflokksins og var utanríkisráðherra í stjórnartíð John Major 1992-1997. Hann tók við þessu kjördæmi af Michael Portillo, sem á tímabili var ein skærasta stjarna Íhaldsflokksins en hraktist úr honum meðal annars vegna umtals um kynhneigð sína. Valið í kjörklefanum vafðist aftur á móti ekkert fyrir nágrannakonu Hermans, Jo Rendle. Íhaldsflokkurinn á hennar atkvæði, hvað sem á dynur. Hún stundi undan því að sér virtist allt á fallanda fæti. Brezk bílaframleiðsla búin að vera; það væru ekki einu sinni smíðuð lengur skip í landi Nelsons. Þetta hlyti að vera ríkisstjórninni að kenna. Herman benti henni á að svona væri efnahagslífið að þróast í öllum ríkustu löndum heims - iðnframleiðslan að flytjast til láglaunalanda en velmegun samt að vaxa. Frú Rendle hristi bara hausinn. Snaggaralegur maður af indverskum uppruna um fimmtugt, í svartri skyrtu með rakað höfuð, kemur askvaðandi. Er snöggur að kjósa. Svarar blaðamanni líka um hæl er hann spyr hvað hann hafi kosið: Íhaldsflokkinn. Og hikar heldur ekki spurður hvers vegna. "Innflytjendamálin. Þetta er lítið land og allt of mikið af fólki af ólíkum uppruna streymir hingað," segir hann ákveðinn. Er síðan farinn jafn snarlega og hann kom. Ljóshærð kona um fertugt kemur skokkandi á kjörstað. Er líka snögg að kjósa. Og snögg að segja blaðamanni að hún styðji Íhaldsflokkinn. Sir Malcolm þarf greinilega ekki að óttast að neitt óvænt komi upp úr kjörkössunum í Kensington-Chelsea. En hann á heldur ekki von á að verða kallaður aftur til ráðherradóms á þessu kjörtímabili. Jafnvel hörðustu íhaldskjósendurnir sem blaðamaður hitti í gær áttu ekki von á öðru en að Verkamannaflokkurinn myndi áfram halda um stjórnartaumana.
Erlent Fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira