Erlent

Skipta 6 milljarða lottóvinningi

Tíu Ítalír duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þegar stærsti vinningur sem nokkur tíma hefur verið í lottói í landinu var dreginn út. Vinningshafarnir tíu voru allir með sex stafa talnaröð rétta á lottómiða sem þeir keyptu á litlum bar í útjaðri Mílanóborgar. Þeir deila með sér 72 milljónum evra, eða tæpum sex milljörðum króna, en þess má geta að enginn hafði verið með sex tölur réttar í lottóinu í heila sjö mánuði og því var vinningsupphæðin svo há.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×