Erlent

Jafnstórar fylkingar í Frakklandi

Franska þjóðin skiptist nú í jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarskrár Evrópusambandsins, rúmum þremur vikum áður en gengið verður til kosninga um hana. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð varð fyrir tímaritið Paris Match og birt var í dag er helmingur á móti stjórnarskránni og jafnhátt hlutfall fylgjandi henni, en aðeins níu prósent aðspurðra sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. Stuðningsmenn stjórnarskrárinnar hafa verið í sókn að undanförnu eftir að kannanir allan marsmánuð og lengst af aprílmánaðar sýndu að þjóðin ætlaði að hafna henni. Það stefnir því í spennandi kosningar 29. maí næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×