Erlent

Marburg-veiran lætur á sér kræla

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skoðar nú hvort verið geti að að læknir og hjúkrunarfræðingur í Angóla hafi smitast af hinni óhugnanlegu Marburg-veiru. Grunur leikur á að smit hafi átt sér stað þegar fólkið fékk á sig blóð úr sýktum manni en það var ekki í viðeigandi hlífðarfatnaði. Talsmenn WHO segja það mikið áhyggjuefni að heilbrigðisstarfsmenn smitist. Marburg-veiran smitast með líkamsvessum og engin lækning er til við banvænni veikinni sem hún veldur. Á síðustu vikum hefur WHO skráð 308 tilfelli í Angóla, í 277 þeirra hefur sjúklingurinn látist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×