Tregablandin ánægja 6. maí 2005 00:01 Allir helztu stjórnmálaflokkarnir í Bretlandi höfðu ástæðu til að líta svo á að úrslit þingkosninganna í landinu væru þeim hagstæð. En þeir höfðu jafnframt allir ástæðu til að vera svekktir yfir niðurstöðunni. Verkamannaflokkurinn gat glaðzt yfir því að hafa í fyrsta sinn í sögu flokksins unnið öruggan þingmeirihluta í þriðju kosningunum í röð. En þennan meirihluta vann hann með lægsta hlutfalli heildarfjölda greiddra atkvæða frá því að þingræði var tekið upp í landinu. Að hægt sé að vinna slíkan meirihluta með innan við 37 af hundraði atkvæða hefur vakið enn og aftur athygli á kostum og göllum brezka kosningakerfisins. Að auki var kjörsókn að þessu sinni aðeins rúm 61 prósent, örlitlu meiri en hún var síðast þegar kjörsókn var um fimmtán prósentustigum undir meðaltali síðustu áratuga og beinir sú staðreynd athyglinni að því hvort umbóta sé þörf á kerfinu. Íhaldsflokkurinn gat glaðzt yfir því að hafa unnið nokkra tugi þingsæta frá því í síðustu kosningum. En fyrir flokk sem á allri 20. öldinni var vanur því að fá nær helmingi greiddra atkvæða (44 prósent að meðaltali) og halda oftast um stjórntaumana - að minnsta kosti aldrei verið lengur en tvö kjörtímabil frá völdum - er sá rétt tæpi þriðjungur atkvæða sem þeir fengu nú langt frá því að vera árangur sem flokksmenn geta verið ánægðir með. Og Frjálslyndir demókratar gátu glaðzt yfir því að hafa aukið fylgi sitt á landsvísu vel upp yfir tuttugu prósentin. En það markmið þeirra að fá þingsæti í samræmi við atkvæðamagnið náðist ekki; það markmið þeirra að komast upp að hlið Íhaldsflokksins sem "raun-valkosturinn" (sem var aðalkosningaslagorð þeirra) fyrir brezka kjósendur náðist ekki. Þó styrktist þingflokkurinn vel, stækkaði úr 50 í 62 menn. Stærri þingflokk hafa frjálslyndir ekki haft í neðri deild brezka þingsins síðan á þriðja áratug tuttugustu aldar. En hann er ekki nema þriðjungur af stærð þingflokks Íhaldsflokksins og er þar með langt frá því að geta gert tilkall til þess að vera forystuafl stjórnarandstöðunnar. Því hlutverki heldur Íhaldsflokkurinn ótvírætt, þótt þessi árangur frjálslyndra leyfi Charles Kennedy, leiðtoga flokksins, að fullyrða að úrslitin sýni og sanni að brezka stjórnmálakerfið sé raunverulega orðið þriggja flokka kerfi. Endurkjör "með blóðnasir" Er Tony Blair kom af hefðbundnum fundi sínum með drottningunni - þau áttu óformlegt spjall í Buckingham-höll á tólfta tímanum í gærmorgun - lýsti hann því yfir í ávarpi til fjölmiðla fyrir utan embættisbústað sinn að Downing-stræti 10 að eftir þessar kosningar hefði hann og ríkisstjórn hans "mjög skýra hugmynd um vilja kjósenda" og hún hafi einnig skýra hugmynd um það hvernig hún hyggist uppfylla þennan vilja á kjörtímabilinu. Bæði Blair og Gordon Brown, væntanlegur arftaki hans á flokksleiðtoga- og forsætisráðherrastólnum, sögðu flokksforystuna hafa "hlustað og lært" er hún ræddi við kjósendur í kosningabaráttunni. "Ríkisstjórnin mun staðfastlega einbeita sér að því að hrinda í framkvæmd því sem kjósendur hafa lagt fyrir hana," sagði Blair sem fagnaði 52 ára afmæli sínu í gær. Á forsíðum brezku blaðanna var úrslitunum gjarnan lýst þannig að Blair hafi verið endurkjörinn "með blóðnasir". Enginn vafi lék á því að það sem kjósendur voru óánægðastir með var hið óvinsæla Íraksstríð, en vegna ákvarðana sinna í því efni þurfti Blair ítrekað að endurtaka réttlætingar á þeim gerðum sínum í kosningabaráttunni. Tilfinnanlegastur var þessi skellur fyrir Blair í kjördæminu Bethnal Green og Bow í Austur-Lundúnum, en þar eru fjórir af hverjum tíu íbúum múslimar. Þingsæti kjördæmisins vann George Galloway fyrir framboðslistann Respect, en að honum stóðu herskáir andstæðingar Íraksstríðisns. Galloway, sem sjálfur er fyrrverandi þingmaður Verkamannaflokksins og orðhákur mikill, hafði sigur á annars vel þokkaðri þingkonu Verkamannaflokksins, Oonu King. Í ræðu sinni á kosninganótt, er ljóst var að hann hefði verið kjörinn, lýsti Galloway því yfir að þessi sigur sinn væri ósigur Blairs og skoraði á fyrrverandi flokkssystkin sín að steypa Blair af stalli hið snarasta. Íhaldsflokkurinn áfram í kreppu Að Íhaldsflokknum skyldi ekki takast að ná 200 þingmanna-markinu var þeim ótvíræð vonbrigði. Þótt flokksleiðtoginn Michael Howard hefði í fyrstu viðbrögðum sínum við niðurstöðunum lýst þeim sem stórum áfanga að því að koma flokknum aftur í stjórn var enginn vafi á hans eigin vonbrigðum yfir úrslitunum þegar hann lýsti því óvænt yfir strax í gær að hann myndi víkja "frekar fyrr en síðar" fyrir nýjum manni, sem ætti að leiða flokkinn í næstu kosningum. Framundan eru því fjórðu flokksleiðtogakosningarnar í Íhaldsflokknum á átta árum og má gera ráð fyrir að þær verði til lykta leiddar í síðasta lagi fyrir næsta flokksþing, sem fram fer að ári. Vegna þess hve slæma reynslu flokkurinn hefur haft af slíkum leiðtogaslag í beinu framhaldi af kosningaósigrunum 1997 og 2001 höfðu flokksmenn vonazt til að Howard myndi ekki boða afsögn sína svo skjótt. En nú þegar eru vangaveltur um arftaka hans komnar á fullan skrið. Veðbankar voru ekki seinir að taka við sér. Efstur á lista þeirra yfir þá sem líklegastir eru til að taka við af Howard er David Davis, sem hefur farið með innanríkismál í skuggaráðuneyti Howards. Einnig eru nefndir menn eins og Sir Malcolm Rifkind, sem var utanríkisráðherra í stjórnartíð Johns Major og tekur nú við þingsæti Michaels Portillo, og minna þekktir menn eins og David Cameron, Liam Fox og George Osborne. Osborne er nýliði í forystusveit flokksins, enda aðeins 33 ára gamall. Er Howard tilkynnti í gær að hann hygðist víkja tók hann fram að í næstu kosningum, sem munu að óbreyttu fara fram árið 2009 eða 2010, yrði hann of gamall til að leiða flokkinn í ríkisstjórn, en hann er fæddur árið 1942. Hann óskaði þess enn fremur að arftaka sínum gæfist meiri tími til að búa flokkinn undir að setjast í ríkisstjórn á ný en hann hafði sjálfur. Howard tók við flokksformennskunni einu og hálfu ári fyrir kosningarnar nú. Erlent Fréttir Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Allir helztu stjórnmálaflokkarnir í Bretlandi höfðu ástæðu til að líta svo á að úrslit þingkosninganna í landinu væru þeim hagstæð. En þeir höfðu jafnframt allir ástæðu til að vera svekktir yfir niðurstöðunni. Verkamannaflokkurinn gat glaðzt yfir því að hafa í fyrsta sinn í sögu flokksins unnið öruggan þingmeirihluta í þriðju kosningunum í röð. En þennan meirihluta vann hann með lægsta hlutfalli heildarfjölda greiddra atkvæða frá því að þingræði var tekið upp í landinu. Að hægt sé að vinna slíkan meirihluta með innan við 37 af hundraði atkvæða hefur vakið enn og aftur athygli á kostum og göllum brezka kosningakerfisins. Að auki var kjörsókn að þessu sinni aðeins rúm 61 prósent, örlitlu meiri en hún var síðast þegar kjörsókn var um fimmtán prósentustigum undir meðaltali síðustu áratuga og beinir sú staðreynd athyglinni að því hvort umbóta sé þörf á kerfinu. Íhaldsflokkurinn gat glaðzt yfir því að hafa unnið nokkra tugi þingsæta frá því í síðustu kosningum. En fyrir flokk sem á allri 20. öldinni var vanur því að fá nær helmingi greiddra atkvæða (44 prósent að meðaltali) og halda oftast um stjórntaumana - að minnsta kosti aldrei verið lengur en tvö kjörtímabil frá völdum - er sá rétt tæpi þriðjungur atkvæða sem þeir fengu nú langt frá því að vera árangur sem flokksmenn geta verið ánægðir með. Og Frjálslyndir demókratar gátu glaðzt yfir því að hafa aukið fylgi sitt á landsvísu vel upp yfir tuttugu prósentin. En það markmið þeirra að fá þingsæti í samræmi við atkvæðamagnið náðist ekki; það markmið þeirra að komast upp að hlið Íhaldsflokksins sem "raun-valkosturinn" (sem var aðalkosningaslagorð þeirra) fyrir brezka kjósendur náðist ekki. Þó styrktist þingflokkurinn vel, stækkaði úr 50 í 62 menn. Stærri þingflokk hafa frjálslyndir ekki haft í neðri deild brezka þingsins síðan á þriðja áratug tuttugustu aldar. En hann er ekki nema þriðjungur af stærð þingflokks Íhaldsflokksins og er þar með langt frá því að geta gert tilkall til þess að vera forystuafl stjórnarandstöðunnar. Því hlutverki heldur Íhaldsflokkurinn ótvírætt, þótt þessi árangur frjálslyndra leyfi Charles Kennedy, leiðtoga flokksins, að fullyrða að úrslitin sýni og sanni að brezka stjórnmálakerfið sé raunverulega orðið þriggja flokka kerfi. Endurkjör "með blóðnasir" Er Tony Blair kom af hefðbundnum fundi sínum með drottningunni - þau áttu óformlegt spjall í Buckingham-höll á tólfta tímanum í gærmorgun - lýsti hann því yfir í ávarpi til fjölmiðla fyrir utan embættisbústað sinn að Downing-stræti 10 að eftir þessar kosningar hefði hann og ríkisstjórn hans "mjög skýra hugmynd um vilja kjósenda" og hún hafi einnig skýra hugmynd um það hvernig hún hyggist uppfylla þennan vilja á kjörtímabilinu. Bæði Blair og Gordon Brown, væntanlegur arftaki hans á flokksleiðtoga- og forsætisráðherrastólnum, sögðu flokksforystuna hafa "hlustað og lært" er hún ræddi við kjósendur í kosningabaráttunni. "Ríkisstjórnin mun staðfastlega einbeita sér að því að hrinda í framkvæmd því sem kjósendur hafa lagt fyrir hana," sagði Blair sem fagnaði 52 ára afmæli sínu í gær. Á forsíðum brezku blaðanna var úrslitunum gjarnan lýst þannig að Blair hafi verið endurkjörinn "með blóðnasir". Enginn vafi lék á því að það sem kjósendur voru óánægðastir með var hið óvinsæla Íraksstríð, en vegna ákvarðana sinna í því efni þurfti Blair ítrekað að endurtaka réttlætingar á þeim gerðum sínum í kosningabaráttunni. Tilfinnanlegastur var þessi skellur fyrir Blair í kjördæminu Bethnal Green og Bow í Austur-Lundúnum, en þar eru fjórir af hverjum tíu íbúum múslimar. Þingsæti kjördæmisins vann George Galloway fyrir framboðslistann Respect, en að honum stóðu herskáir andstæðingar Íraksstríðisns. Galloway, sem sjálfur er fyrrverandi þingmaður Verkamannaflokksins og orðhákur mikill, hafði sigur á annars vel þokkaðri þingkonu Verkamannaflokksins, Oonu King. Í ræðu sinni á kosninganótt, er ljóst var að hann hefði verið kjörinn, lýsti Galloway því yfir að þessi sigur sinn væri ósigur Blairs og skoraði á fyrrverandi flokkssystkin sín að steypa Blair af stalli hið snarasta. Íhaldsflokkurinn áfram í kreppu Að Íhaldsflokknum skyldi ekki takast að ná 200 þingmanna-markinu var þeim ótvíræð vonbrigði. Þótt flokksleiðtoginn Michael Howard hefði í fyrstu viðbrögðum sínum við niðurstöðunum lýst þeim sem stórum áfanga að því að koma flokknum aftur í stjórn var enginn vafi á hans eigin vonbrigðum yfir úrslitunum þegar hann lýsti því óvænt yfir strax í gær að hann myndi víkja "frekar fyrr en síðar" fyrir nýjum manni, sem ætti að leiða flokkinn í næstu kosningum. Framundan eru því fjórðu flokksleiðtogakosningarnar í Íhaldsflokknum á átta árum og má gera ráð fyrir að þær verði til lykta leiddar í síðasta lagi fyrir næsta flokksþing, sem fram fer að ári. Vegna þess hve slæma reynslu flokkurinn hefur haft af slíkum leiðtogaslag í beinu framhaldi af kosningaósigrunum 1997 og 2001 höfðu flokksmenn vonazt til að Howard myndi ekki boða afsögn sína svo skjótt. En nú þegar eru vangaveltur um arftaka hans komnar á fullan skrið. Veðbankar voru ekki seinir að taka við sér. Efstur á lista þeirra yfir þá sem líklegastir eru til að taka við af Howard er David Davis, sem hefur farið með innanríkismál í skuggaráðuneyti Howards. Einnig eru nefndir menn eins og Sir Malcolm Rifkind, sem var utanríkisráðherra í stjórnartíð Johns Major og tekur nú við þingsæti Michaels Portillo, og minna þekktir menn eins og David Cameron, Liam Fox og George Osborne. Osborne er nýliði í forystusveit flokksins, enda aðeins 33 ára gamall. Er Howard tilkynnti í gær að hann hygðist víkja tók hann fram að í næstu kosningum, sem munu að óbreyttu fara fram árið 2009 eða 2010, yrði hann of gamall til að leiða flokkinn í ríkisstjórn, en hann er fæddur árið 1942. Hann óskaði þess enn fremur að arftaka sínum gæfist meiri tími til að búa flokkinn undir að setjast í ríkisstjórn á ný en hann hafði sjálfur. Howard tók við flokksformennskunni einu og hálfu ári fyrir kosningarnar nú.
Erlent Fréttir Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent