Erlent

Tugir handteknir vegna klámhrings

MYND/Vísir
Tugir manna hafa verið handteknir og yfirheyrðir undanfarna daga í átta Evrópulöndum vegna meintrar aðildar þeirra að barnaklámhring á Netinu. Lögregluyfirvöld í Frakklandi segja að á tölvum hinna handteknu sé að finna þúsundir ljósmynda og myndbanda sem sýni börn misnotuð kynferðislega. Þar í landi hafa tuttugu manns verið handteknir og tugur til viðbótar er undir eftirliti. Þá eru fimmtán Svíar grunaðir um aðild að klámhringnum. Hin löndin þar sem menn hafa verið handteknir vegna málsins eru Danmörk, Noregur, Ítalía, Pólland, Malta og Holland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×