Erlent

Danir minntust frelsunar

Danir minnast þess í dag að 60 ár eru liðin frá því að Danmörk var frelsuð úr greipum nasista eftir síðari heimsstyrjöldina. Margrét Þórhildur Danadrottning og Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra voru meðal þeirra sem minntust þessa ásamt fyrrverandi andspyrnumönnum í garði í Kaupmannahöfn sem gerður var til minningar um fórnarlömb stríðsins. Í stríðslok fundust lík af 202 mönnum sem Þjóðverjar höfðu tekið af lífi á staðnum þar sem garðurinn er og eru sumir þeirra grafnir þar í dag. Segir á dönskum vefmiðlum að loftið hafi verið blandað af gleði, stolti og söknuði í látlausri minningarathöfn. Þá fór einnig fram guðsþjónusta þar sem 150 manns voru heiðraðir fyrir framlag sitt í síðari heimsstyrjöldinni. Þar varpaði fyrrvernadi andspyrnukona fram þeirri hugmynd að taka upp frelsisdag Danmerkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×