Erlent

Lög gegn dónalegum klappstýrum

Ríkisþing Texas hefur sett lög sem banna eggjandi tilburði klappstýra í skólum ríkisins. Samkvæmt lögunum verður strangt eftirlit haft með klappstýrum og fari þær yfir strikið geta yfirvöld skipað skólastjórum að stöðva athæfið. Þingmenn sem börðust fyrir að lögin yrðu sett segja að þeim hafi misboðið að sjá fáklæddar unglingsstúlkur hrista kroppinn í svipuðum dúr og nektardansmeyjar. Andstæðingar laganna telja hins vegar að þingið ætti frekar að fjalla um mikilvægari mál en þetta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×