Erlent

Þúsundir flýja Tógó

Ólgan í Tógó heldur áfram eftir að Faure Gnassingbe var kjörinn forseti landsins í kosningum sem margir telja vafasamar í meira lagi. 22.000 manns eru taldir hafa flúið land síðustu vikur, 10.000 til Gana og 12.000 til Benín. Einhverjir hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum en stærsti hluti flóttamannanna býr í búðum við lakan kost. Jacques Chirac, forseti Frakklands, óskaði Gnassingbe til hamingju með sigurinn í gær en Tógó var nýlenda Frakka til ársins 1960. Þá fékk landið sjálfstæði og Gnassingbe Eyadema, faðir Faure Gnassingbe, tók við valdataumunum en þeim hélt hann til dauðadags 5. febrúar síðastliðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×