Erlent

Páfabíllinn sleginn

Búið er að selja Volkswagen Golf bifreiðina sem var í eigu Josef Ratzinger, nú Benedikts XVI páfa, á uppboðsvefnum eBay. Mikill áhugi var á uppboðinu og rauk verðið á bílnum fljótlega upp úr öllu valdi en 277 tilboð bárust í hann. Fólksvagninn var svo slegin nýjum eiganda í gær, Golden Palace spilavítakeðjunni. Verðið var í hærri kantinum fyrir sex ára gamla bifreið af þessari gerð, 188.938,99 evrur, sem samsvarar rúmum fimmtán milljónum íslenskra króna. Gangverð á slíkum bíl hérlendis er um 800.000 krónur samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×