Erlent Særðist í árás í Írak Íslenskur öryggisvörður slasaðist í sprengjuárás í Írak um helgina, að sögn fréttastofu <em>ATP</em>. Tuttugu og tveir létust í árásinni, sem beindist að bílalest öryggisfyrirtækisins CTU Consulting. Nærri 60 manns slösuðust og þeirra á meðal voru fimm erlendir öryggisverðir og að sögn <em>ATP</em> var einn þeirra íslenskur. Hinir fjórir voru frá Ástralíu og Bandaríkjunum. Enginn þeirra slasaðist lífshættulega og hafa allir utan einn þegar verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Erlent 9.5.2005 00:01 Felldu 75 uppreisnarmenn í Írak Bandarískir hermenn hófu í gær áhlaup á stöðvar uppreisnarmanna í vesturhluta Íraks, við landamæri Sýrlands. Að minnsta kosti 75 liggja í valnum, þar á meðal erlendir málaliðar. Erlent 9.5.2005 00:01 Slasaðist ekki alvarlega í árás Faðir Jóns Ólafssonar, íslenska öryggisvarðarins sem slasaðist þegar sprengjuárás var gerð á bílalest hans í Írak á laugardag, segir son sinn ekki alvarlega meiddan þrátt fyrir að hann hafi fengið sprengjubrot í andlitið. Erlent 9.5.2005 00:01 Segir uppbyggingu varla hafna Uppbyggingarstarf í Aceh-héraði er varla hafið, rúmum fjórum mánuðum eftir að héraðið varð mjög illa úti í flóbylgjunni annan dag jóla. Þetta segir yfirmaður indónesískrar stofnunar sem samhæfa á enduruppbyggingu í héraðinu. Sakaði hann indónesísk stjórnvöld um að draga lappirnar í hjálparstarfinu og hamla öllu starfi með skrifræði sem m.a. kemur í veg fyrir að hægt sé að dreifa því fé sem innlend og erlend stjórnvöld hafa heitið til uppbyggingar á svæðinu. Erlent 9.5.2005 00:01 Mannskætt rútuslys í Perú Þrjátíu og sjö létust og sautján slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gil í Andesfjöllum í Perú í gær. Yfirvöld hafa ekki greint frá ástæðum slyssins en þeir sem komust af segja að erfið skilyrði, rigning og þoka, hafi valdið því að bílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún steyptist ofan í 300 metra djúpt gilið. Erlent 9.5.2005 00:01 Segjast hafa rænt Japana Íslamskur uppreisnarhópur í Írak, Hermenn Ansar al-Sunna, greindi frá því í yfirlýsingu á Netinu í dag að hann hefði rænt Japana sem starfaði á vegum Bandaríkjahers í landinu. Andspyrnumennirnir birtu mynd af japönsku vegabréfi með nafninu Akihiko Saito ásamt skilríki þar sem fram kom að hann starfaði að öryggismálum. Erlent 9.5.2005 00:01 Segja IRA hafa þjálfað Farc Yfirvöld í Kólumbíu segja greinilegt að Írski lýðveldisherinn, IRA, hafi þjálfað skæruliðahreyfingar landsins og segjast sjá augljós merki þess að liðsmenn Farc, uppreisnarhreyfingarinnar, noti sömu aðferðir og IRA hefur notað á Norður-Írlandi. Nýjar aðferðir kólumbískra uppreisnamanna hafa komið þarlendum yfirvöldum á óvart. Erlent 9.5.2005 00:01 30 kílómetra löng röð fólks Stríðslokanna er minnst víða í Evrópu í dag en þann 8. maí 1945 var uppgjöf nasista fyrir bandamönnum staðfest. Mikil hátíðarhöld fara fram í Þýskalandi og Frakklandi. Af því tilefni verður mynduð 30 kílómetra löng keðja fólks í Berlín en fólkið heldur á kerti til þess að minnast stríðslokanna. Erlent 8.5.2005 00:01 Ein fallegasta múmía sögunnar Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum. Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega. Erlent 8.5.2005 00:01 Jarðskjálfti skekur Japan Jarðskjálfti skók Japan í morgun og mældist hann 4,7 á Richter. Upptök skjálftans voru skammt norður af höfuðborginni Tókýó. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum af völdum jarðskjálftans. Erlent 8.5.2005 00:01 Tony Blair hvattur til afsagnar Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra. Erlent 8.5.2005 00:01 Hundruð flóttamanna á hverri nóttu Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn. Erlent 8.5.2005 00:01 Samflokksmenn Blairs vilja afsögn Þingmenn og aðrar áhrifamenn innan breska Verkamannaflokksins skora á Tony Blair forsætisráðherra að láta af embætti áður en þriðja kjörtímabil hans er á enda. Erlent 8.5.2005 00:01 Hringurinn þrengist um al-Zarqawi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma. Erlent 8.5.2005 00:01 Aðstoðuðu við morðin í Rúanda Tveir menn frá Rúanda munu koma fyrir rétt í Belgíu á morgun þar sem þeir verða sóttir til saka fyrir aðild þeirra að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994. Réttað verður yfir mönnunum fyrir alþjóðlegum dómstóli í Belgíu en þeir voru búsettir í landinu þegar þeir voru handteknir árið 2002. Erlent 8.5.2005 00:01 Klamydía herjar á mörgæsir Kynsjúkdómurinn klamydía herjar á mörgæsir í dýragarðinum í San Francisco. Tólf mörgæsir í garðinum hafa greinst með klamydíu og skilur enginn hvernig í ósköpunum þær smituðust af bakteríunni. Erlent 8.5.2005 00:01 700 þúsund fá atvinnuleyfi Spænska stjórnin hefur ákveðið að veita 700 þúsund ólöglegum innflytjendum atvinnu- og búsetuleyfi. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagngerrar uppstokkunar í málefnum innflytjenda. Erlent 8.5.2005 00:01 Kvartmilljón mótmælti 250 þúsund manns mótmæltu stefnu stjórnvalda á fjöldafundi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu í gær. <font face="Helv"></font> Erlent 8.5.2005 00:01 Íslendingur særðist í sprengjuárás Íslenskur öryggisvörður særðist í bílsprengjuárás sem kostaði tvo samstarfsmenn hans lífið í Bagdad á laugardag. "Ég held hann hafi sloppið við varanleg meiðsli, hann er að minnsta kosti mjög lítið slasaður sem betur fer," sagði Ólafur E. Magnússon, faðir Jóns Ólafssonar, í gærkvöldi. Erlent 8.5.2005 00:01 Lá við átökum í Berlín Fjöldi fólks kom saman víðs vegar um Evrópu í gær til að minnast þess að 60 ár væru liðin frá því bardögum seinni heimsstyrjaldar í Evrópu lauk formlega. Erlent 8.5.2005 00:01 Ólga í Mjanmar Mikill viðbúnaður er í Mjanmar eftir að ellefu manns biðu bana og 162 særðust í þremur sprengjutilræðum á laugardaginn. Sprengingarnar urðu á fjölförnum stöðum, í verslunarkjörnum og ráðstefnumiðstöð. Erlent 8.5.2005 00:01 Neita að sleppa föngum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar myndu ekki sleppa fleiri Palestínumönnum úr fangelsi fyrr en palestínska heimastjórnin hefði gripið til harðari aðgerða gegn herskáum hreyfingum Palestínumanna en nú er. Erlent 8.5.2005 00:01 Mannréttindaráðherrann hættur Enn og aftur er komið babb í bátinn í írösku stjórnarmynduninni. Þegar útlit var fyrir að skipað hefði verið í öll ráðherraembætti neitaði eitt ráðherraefnanna að taka við stöðu sinni. Erlent 8.5.2005 00:01 Vita lítið um Þýskaland nútímans Bretar eru einstaklega áhugasamir um Þýskaland undir stjórn nasista en vita sáralítið um sögu þess eftir seinni heimsstyrjöld, sagði Thomas Matussek, sendiherra Þýskalands í Bretlandi, í viðtali við Sunday Telegraph. Erlent 8.5.2005 00:01 Veltur framtíð Blairs á ESB? Evrópumálin verða líklega stærsta verkefni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á þriðja kjörtímabili hans. Takist honum ekki að fá bresku þjóðina til að samþykkja nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins kann það að binda enda á pólitískan feril hans. Erlent 8.5.2005 00:01 Verðandi drottning með barni Verðandi drottning Spánar er kona eigi einsömul. Letizia prinsessa giftist krónprinsinum Felipe við hátíðlega athöfn í maí á síðasta ári og nú, rétt tæpu ári síðar, eiga hjúin von á sínu fyrsta barni. Erlent 8.5.2005 00:01 Stríðsloka í Evrópu minnst Sextíu ár eru í dag liðin síðan nasistastjórnin í Þýskalandi gafst upp fyrir herjum bandamanna. Þess er víða minnst um Evrópu um helgina en hátíðahöldin ná hámarki í Moskvu á morgun. Erlent 7.5.2005 00:01 Þrír létust í sprengingunum Þrír létust í sprengingunum þremur sem áttu sér stað nánast samtímis á verslunarráðstefnu í Mjanmar, sem áður hét Burma, í dag og greint var frá á Vísi í morgun. Auk hinna látnu liggur tugur manna særður. Erlent 7.5.2005 00:01 Stjórnin stendur tæpt Verkamannaflokkurinn hefur 66 sæta meirihluta í breska þinginu en úrslit bresku þingkosninganna lágu endanlega ljós fyrir í gær. Sá meirihluti gæti reynst ríkisstjórninni of naumur til að koma umdeildum málum í gegn. Erlent 7.5.2005 00:01 60 ár frá uppgjöf nasista Sextíu ár eru liðin í dag, 7. maí, frá því að nasistar gáfust upp fyrir bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Stríðinu lauk svo formlega tveimur dögum síðar. Erlent 7.5.2005 00:01 « ‹ ›
Særðist í árás í Írak Íslenskur öryggisvörður slasaðist í sprengjuárás í Írak um helgina, að sögn fréttastofu <em>ATP</em>. Tuttugu og tveir létust í árásinni, sem beindist að bílalest öryggisfyrirtækisins CTU Consulting. Nærri 60 manns slösuðust og þeirra á meðal voru fimm erlendir öryggisverðir og að sögn <em>ATP</em> var einn þeirra íslenskur. Hinir fjórir voru frá Ástralíu og Bandaríkjunum. Enginn þeirra slasaðist lífshættulega og hafa allir utan einn þegar verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Erlent 9.5.2005 00:01
Felldu 75 uppreisnarmenn í Írak Bandarískir hermenn hófu í gær áhlaup á stöðvar uppreisnarmanna í vesturhluta Íraks, við landamæri Sýrlands. Að minnsta kosti 75 liggja í valnum, þar á meðal erlendir málaliðar. Erlent 9.5.2005 00:01
Slasaðist ekki alvarlega í árás Faðir Jóns Ólafssonar, íslenska öryggisvarðarins sem slasaðist þegar sprengjuárás var gerð á bílalest hans í Írak á laugardag, segir son sinn ekki alvarlega meiddan þrátt fyrir að hann hafi fengið sprengjubrot í andlitið. Erlent 9.5.2005 00:01
Segir uppbyggingu varla hafna Uppbyggingarstarf í Aceh-héraði er varla hafið, rúmum fjórum mánuðum eftir að héraðið varð mjög illa úti í flóbylgjunni annan dag jóla. Þetta segir yfirmaður indónesískrar stofnunar sem samhæfa á enduruppbyggingu í héraðinu. Sakaði hann indónesísk stjórnvöld um að draga lappirnar í hjálparstarfinu og hamla öllu starfi með skrifræði sem m.a. kemur í veg fyrir að hægt sé að dreifa því fé sem innlend og erlend stjórnvöld hafa heitið til uppbyggingar á svæðinu. Erlent 9.5.2005 00:01
Mannskætt rútuslys í Perú Þrjátíu og sjö létust og sautján slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gil í Andesfjöllum í Perú í gær. Yfirvöld hafa ekki greint frá ástæðum slyssins en þeir sem komust af segja að erfið skilyrði, rigning og þoka, hafi valdið því að bílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún steyptist ofan í 300 metra djúpt gilið. Erlent 9.5.2005 00:01
Segjast hafa rænt Japana Íslamskur uppreisnarhópur í Írak, Hermenn Ansar al-Sunna, greindi frá því í yfirlýsingu á Netinu í dag að hann hefði rænt Japana sem starfaði á vegum Bandaríkjahers í landinu. Andspyrnumennirnir birtu mynd af japönsku vegabréfi með nafninu Akihiko Saito ásamt skilríki þar sem fram kom að hann starfaði að öryggismálum. Erlent 9.5.2005 00:01
Segja IRA hafa þjálfað Farc Yfirvöld í Kólumbíu segja greinilegt að Írski lýðveldisherinn, IRA, hafi þjálfað skæruliðahreyfingar landsins og segjast sjá augljós merki þess að liðsmenn Farc, uppreisnarhreyfingarinnar, noti sömu aðferðir og IRA hefur notað á Norður-Írlandi. Nýjar aðferðir kólumbískra uppreisnamanna hafa komið þarlendum yfirvöldum á óvart. Erlent 9.5.2005 00:01
30 kílómetra löng röð fólks Stríðslokanna er minnst víða í Evrópu í dag en þann 8. maí 1945 var uppgjöf nasista fyrir bandamönnum staðfest. Mikil hátíðarhöld fara fram í Þýskalandi og Frakklandi. Af því tilefni verður mynduð 30 kílómetra löng keðja fólks í Berlín en fólkið heldur á kerti til þess að minnast stríðslokanna. Erlent 8.5.2005 00:01
Ein fallegasta múmía sögunnar Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum. Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega. Erlent 8.5.2005 00:01
Jarðskjálfti skekur Japan Jarðskjálfti skók Japan í morgun og mældist hann 4,7 á Richter. Upptök skjálftans voru skammt norður af höfuðborginni Tókýó. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum af völdum jarðskjálftans. Erlent 8.5.2005 00:01
Tony Blair hvattur til afsagnar Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra. Erlent 8.5.2005 00:01
Hundruð flóttamanna á hverri nóttu Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn. Erlent 8.5.2005 00:01
Samflokksmenn Blairs vilja afsögn Þingmenn og aðrar áhrifamenn innan breska Verkamannaflokksins skora á Tony Blair forsætisráðherra að láta af embætti áður en þriðja kjörtímabil hans er á enda. Erlent 8.5.2005 00:01
Hringurinn þrengist um al-Zarqawi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma. Erlent 8.5.2005 00:01
Aðstoðuðu við morðin í Rúanda Tveir menn frá Rúanda munu koma fyrir rétt í Belgíu á morgun þar sem þeir verða sóttir til saka fyrir aðild þeirra að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994. Réttað verður yfir mönnunum fyrir alþjóðlegum dómstóli í Belgíu en þeir voru búsettir í landinu þegar þeir voru handteknir árið 2002. Erlent 8.5.2005 00:01
Klamydía herjar á mörgæsir Kynsjúkdómurinn klamydía herjar á mörgæsir í dýragarðinum í San Francisco. Tólf mörgæsir í garðinum hafa greinst með klamydíu og skilur enginn hvernig í ósköpunum þær smituðust af bakteríunni. Erlent 8.5.2005 00:01
700 þúsund fá atvinnuleyfi Spænska stjórnin hefur ákveðið að veita 700 þúsund ólöglegum innflytjendum atvinnu- og búsetuleyfi. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagngerrar uppstokkunar í málefnum innflytjenda. Erlent 8.5.2005 00:01
Kvartmilljón mótmælti 250 þúsund manns mótmæltu stefnu stjórnvalda á fjöldafundi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu í gær. <font face="Helv"></font> Erlent 8.5.2005 00:01
Íslendingur særðist í sprengjuárás Íslenskur öryggisvörður særðist í bílsprengjuárás sem kostaði tvo samstarfsmenn hans lífið í Bagdad á laugardag. "Ég held hann hafi sloppið við varanleg meiðsli, hann er að minnsta kosti mjög lítið slasaður sem betur fer," sagði Ólafur E. Magnússon, faðir Jóns Ólafssonar, í gærkvöldi. Erlent 8.5.2005 00:01
Lá við átökum í Berlín Fjöldi fólks kom saman víðs vegar um Evrópu í gær til að minnast þess að 60 ár væru liðin frá því bardögum seinni heimsstyrjaldar í Evrópu lauk formlega. Erlent 8.5.2005 00:01
Ólga í Mjanmar Mikill viðbúnaður er í Mjanmar eftir að ellefu manns biðu bana og 162 særðust í þremur sprengjutilræðum á laugardaginn. Sprengingarnar urðu á fjölförnum stöðum, í verslunarkjörnum og ráðstefnumiðstöð. Erlent 8.5.2005 00:01
Neita að sleppa föngum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar myndu ekki sleppa fleiri Palestínumönnum úr fangelsi fyrr en palestínska heimastjórnin hefði gripið til harðari aðgerða gegn herskáum hreyfingum Palestínumanna en nú er. Erlent 8.5.2005 00:01
Mannréttindaráðherrann hættur Enn og aftur er komið babb í bátinn í írösku stjórnarmynduninni. Þegar útlit var fyrir að skipað hefði verið í öll ráðherraembætti neitaði eitt ráðherraefnanna að taka við stöðu sinni. Erlent 8.5.2005 00:01
Vita lítið um Þýskaland nútímans Bretar eru einstaklega áhugasamir um Þýskaland undir stjórn nasista en vita sáralítið um sögu þess eftir seinni heimsstyrjöld, sagði Thomas Matussek, sendiherra Þýskalands í Bretlandi, í viðtali við Sunday Telegraph. Erlent 8.5.2005 00:01
Veltur framtíð Blairs á ESB? Evrópumálin verða líklega stærsta verkefni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á þriðja kjörtímabili hans. Takist honum ekki að fá bresku þjóðina til að samþykkja nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins kann það að binda enda á pólitískan feril hans. Erlent 8.5.2005 00:01
Verðandi drottning með barni Verðandi drottning Spánar er kona eigi einsömul. Letizia prinsessa giftist krónprinsinum Felipe við hátíðlega athöfn í maí á síðasta ári og nú, rétt tæpu ári síðar, eiga hjúin von á sínu fyrsta barni. Erlent 8.5.2005 00:01
Stríðsloka í Evrópu minnst Sextíu ár eru í dag liðin síðan nasistastjórnin í Þýskalandi gafst upp fyrir herjum bandamanna. Þess er víða minnst um Evrópu um helgina en hátíðahöldin ná hámarki í Moskvu á morgun. Erlent 7.5.2005 00:01
Þrír létust í sprengingunum Þrír létust í sprengingunum þremur sem áttu sér stað nánast samtímis á verslunarráðstefnu í Mjanmar, sem áður hét Burma, í dag og greint var frá á Vísi í morgun. Auk hinna látnu liggur tugur manna særður. Erlent 7.5.2005 00:01
Stjórnin stendur tæpt Verkamannaflokkurinn hefur 66 sæta meirihluta í breska þinginu en úrslit bresku þingkosninganna lágu endanlega ljós fyrir í gær. Sá meirihluti gæti reynst ríkisstjórninni of naumur til að koma umdeildum málum í gegn. Erlent 7.5.2005 00:01
60 ár frá uppgjöf nasista Sextíu ár eru liðin í dag, 7. maí, frá því að nasistar gáfust upp fyrir bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Stríðinu lauk svo formlega tveimur dögum síðar. Erlent 7.5.2005 00:01