Erlent

Neita að sleppa föngum

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar myndu ekki sleppa fleiri Palestínumönnum úr fangelsi fyrr en palestínska heimastjórnin hefði gripið til harðari aðgerða gegn herskáum hreyfingum Palestínumanna en nú er. Ísraelskir og palestínskir embættismenn ræddu lausn fanga í gær en fundinum lauk án samkomulags. Palestínumenn segja Ísraela brjóta gegn ákvæðum vopnahlésins frá í febrúar. Ísraelar saka Palestínumenn á móti um að gera ekki nóg til að koma í veg fyrir árásir vígamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×