Erlent

Klamydía herjar á mörgæsir

Kynsjúkdómurinn klamydía herjar á mörgæsir í dýragarðinum í San Francisco. Tólf mörgæsir í garðinum hafa greinst með klamydíu og skilur enginn hvernig í ósköpunum þær smituðust af bakteríunni. Klamydía smitast venjulega á milli fólks sem hefur samfarir en ekki er talið að einhver einstaklingur með skrýtnar kynlífsþarfir hafi verið á ferð við laug mörgæsanna. Grunur leikur á að bakterían hafi borist með sýktum mávaskít en þar sem það hefur ekki verið staðfest kunna mörgæsirnar að hafa smitast með öðrum hætti, að sögn talskonu dýragarðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×