Erlent

Lá við átökum í Berlín

Fjöldi fólks kom saman víðs vegar um Evrópu í gær til að minnast þess að 60 ár væru liðin frá því bardögum seinni heimsstyrjaldar í Evrópu lauk formlega. Samkomurnar fóru víðast hvar friðsamlega fram. Í Berlín var samt nokkur hiti í fólki, þrjú þúsund stuðningsmenn hægri-öfgaflokks komu saman á Alexanderplatz til að mótmæla því sem þeir kalla sektarmenningu Þjóðverja. Fólkið ætlaði í mótmælagöngu um miðborg Berlínar en henni var aflýst eftir að fimm þúsund andstæðingar hægriöfgamannanna tóku sér stöðu á fyrirhugaðri leið mótmælagöngunnar. Jacques Chirac Frakklandsforseti tendraði eldinn við Grafhýsi óþekkta hermannsins eftir að hafa skoðað heiðursvörð. Þúsundir manna tóku sér stöðu við Champs-Elysees til að fylgjast með minningarathöfn um þá sem féllu í seinni heimsstyrjöld. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður við mikil hátíðahöld í Moskvu í Rússlandi í dag þar sem loka styrjaldarinnar verður minnst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×