Erlent

700 þúsund fá atvinnuleyfi

Spænska stjórnin hefur ákveðið að veita 700 þúsund ólöglegum innflytjendum atvinnu- og búsetuleyfi. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagngerrar uppstokkunar í málefnum innflytjenda. Búist er við að ákvörðun stjórnvalda hafi mikið áhrif á velferðarkerfið. Jesus Caldera atvinnumálaráðherra sagði þetta verða til þess að tæplega 700 þúsund launþegar færðust af svörtum vinnumarkaði yfir á hinn opinbera. Skráðum launþegum fjölgar um fjögur prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×