Erlent

Hundruð flóttamanna á hverri nóttu

Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn. Meira en sextíu þúsund manns sóttu um pólitískt hæli í Frakklandi á síðasta ári. Hvergi í heiminum sækjast fleiri eftir pólitísku hæli en flóttamennirnir vilja ekki endilega ílengjast þar. Fréttamaður Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bjó um vikuskeið í flóttamannabúðum í Calais á norðurströnd Frakklands og tók upp á falda myndavél. Aðstæður í búðunum eru ekki glæsilegar og því ef til vill ekki skrítið að margir ímyndi sér að grasið sé grænna hinum megin Ermarsundsins. Fréttamaðurinn fylgdist með mörgum flóttamönnum reyna að komast yfir á hverri einustu nóttu en engum tókst ætlunarverkið, hvorki með báti né vörubíl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×