Erlent

Vita lítið um Þýskaland nútímans

Bretar eru einstaklega áhugasamir um Þýskaland undir stjórn nasista en vita sáralítið um sögu þess eftir seinni heimsstyrjöld, sagði Thomas Matussek, sendiherra Þýskalands í Bretlandi, í viðtali við Sunday Telegraph. Matussek sagði mikið hafa breyst frá því að hann kom fyrst til Bretlands 1977. Þá hafi Bretar vitað mikið um Þýskaland Hitlers en líka um Þýskaland nútímans. Nú væru þeir hins vegar lítt fróðir um Þýskaland í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×