Erlent

Afstaðan farin að bera ávöxt

Aðeins degi eftir að Íranar lofuðu að hætta auðgun úrans ákvað Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, að hefja á ný viðræður við Írana um aðild að stofnuninni. Formlegar viðræður við Írana áttu sér síðast stað árið 1996 en þeim var þá hætt vegna andstöðu Bandaríkjamanna.

Erlent

Blásið til stórsóknar

Íraska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún hygðist skera upp herör gegn uppreisnarmönnum í landinu. Að minnsta kosti fimmtán Írakar dóu í árásum gærdagsins.

Erlent

Gefa Frakkar ESB spark?

Jacques Chirac, forseti Frakklands, gerði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld lokaáhlaup að því að telja landa sína á að samþykkja stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins er þeir ganga til þjóðaratkvæðis um hann á sunnudaginn. Chirac, sem ákvað að eigin frumkvæði að skjóta málinu í þjóðaratkvæði, óttast nú hið versta.

Erlent

Næsti skjálfti sá áhrifamesti

Næsti jarðskjálfti í Los Angeles gæti orðið sá áhrifamesti í sögu Bandaríkjanna. Skjálftinn myndi líklega verða þúsundum að bana og myndi kosta ríkið milljarða dollara. Þetta segja sérfræðingar við háskólann í Suður-Kaliforníu sem hafa útbúið sérstaka tölvu sem mælir út hversu stórir næstu skjálftar gætu orðið.

Erlent

Hópur barnaníðinga upprættur

Spænska lögreglan hefur upprætt hóp barnaníðinga sem nauðgaði smábörnum og dreifði myndum af ódæðisverkunum á Netinu. Fimm voru handteknir.

Erlent

Al-Zarqawi helsærður eður ei?

Er leiðtogi al-Qaida í Írak helsærður eður ei? Innanríkisráðherra Íraks heldur því fram og á íslamskri vefsíðu er því þverneitað að annar maður fylli nú í skarðið.

Erlent

Sótt að Barroso

Vantrauststillaga hægrisinnaðra Evrópuþingmanna á Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var felld með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu í gær.

Erlent

Refsa Chirac fyrir efnahagsmálin

Á sunnudaginn kemur fella Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu ef að líkum lætur. Nýjustu kannanir benda til þess að fimmtíu og fimm prósent þeirra sem ætla á kjörstað hyggist greiða atkvæði gegn stjórnarskránni.

Erlent

Síðum úr Kóraninum var sturtað

Síðum úr Kóraninum var sturtað niður í klósett í Guantanamo-herfangelsinu á Kúbu. Þetta kemur fram í skýrslum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sem birtar voru í dag.

Erlent

Bandaríska sendiráðinu lokað

Bandaríkjastjórn lokaði sendiráði sínu í Indónesíu í morgun um óákveðinn tíma vegna öryggisástæðna. Ákvörðun þessi er tekin eftir að Ástralir hvöttu sitt fólk til að fara frá landinu eftir að lögreglan í Jakarta, höfuðborg landsins, hafði varað við hugsanlegum hryðjuverkaárásum.

Erlent

Misvísandi fréttir um al-Zarqawi

Á vefsíðu sem al-Kaída í Írak notar gjarnan birtust í gærmorgun fregnir um að nýr yfirmaður samtakanna hefði verið skipaður til bráðabirgða í forföllum Abu Musab al-Zarqawi.

Erlent

Frakkar hafni stjórnarskránni

Franski hægri öfgamaðurinn Jean Marie Le Pen hélt fund í París í gær þar sem hann hvatti Frakka til að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins. Le Pen notaði einnig tækifærið til að leggja áherslu á mikilvægi þess að hleypa sem fæstum útlendingum inn í landið og að koma eigi í veg fyrir að Tyrkir komist inn í Evrópusambandið.

Erlent

Fljótum sofandi að feigðarósi

Í stað þess að bregðast við fuglaflensuvánni fljóta ráðamenn heims sofandi að feigðarósi. Áætlanir um útbreiðslu veikinnar eru í besta falli bjartsýnar. Þetta er mat vísindaritsins Nature sem kom út í gær.

Erlent

Stefnir allt í að Frakkar hafni

Það er næsta víst að Frakkar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn kemur. Könnun sem birt var í morgun bendir til þess að fimmtíu og fjögur prósent þeirra sem ætla á annað borð á kjörstað hyggist greiða atkvæði gegn stjórnarskránni.

Erlent

Berlingske skrifar um Hannesarmál

Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær alllanga frétt um málaferli ættingja Halldórs Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og þeim deilum sem ævisaga Hannesar hefur vakið.

Erlent

Leitin að stríðsglæpamönnum hert

Aukin harka hefur færst í leitina að stríðsglæpamönnum í Bosníu en nú styttist í að tíu ár séu liðin frá fjöldamorðunum í Srebrenica. Í morgun réðust hermenn NATO inn í íbúð sonar Radovans Karadzic, leiðtoga Serba í stríðinu í Bosníu.

Erlent

Svíar brjóta mannréttindi

Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum hefur úrskurðað að Svíum sé óheimilt að vísa 33 ára gömlum manni frá Azerbadjan og fjölskyldu hans úr landi eins og sænsk stjórnvöld hafa ákveðið.

Erlent

Al-Zarqawi ekki leystur af

Al-Qaida hryðjuverkasamtökin í Írak harðneita því að bráðabirgðaleiðtogi hafi verið valinn til að leiða hópinn á meðan Abu Musab al-Zarqawi nær heilsu. Hann var í gær sagður hafa særst í árás.

Erlent

Flóð í Brasilíu

Gríðarleg úrkoma var í suðurhluta Brasilíu í vikunni og myndaðist mikill vatnselgur af þeim sökum.

Erlent

Takmarka ekki þátttöku kvenna

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur fellt frumvarp repúblíkana sem miðast að því að takmarka þátttöku kvenna í bardögum. Varnarmálaráðuneytið fær hins vegar að ákveða áfram hvaða stöðum konur fái að sinna innan Bandaríkjahers.

Erlent

Fleiri gætu hafa látist

Sérfræðingar á sjúkrahúsinu í Östfold í Noregi útiloka ekki að fleiri en fimm hafi látist úr hermannaveiki undanfarnar vikur og er nú verið að rannsaka nokkur dauðsföll til að ganga úr skugga um hvernig þau bar að.

Erlent

Krabbar í kynlífssvalli

Það er fjör að fjölga sér en fyrr má nú aldeilis vera. Köngulóarkrabbar á strönd skammt frá Melbourne í Ástralíu virðast alveg gengnir af göflunum. Alla jafna fjölga krabbarnir sér í friði, dreifðir yfir stórt svæði, en í þetta sinn eru fimmtíu þúsund stykki að eðla sig á svæði á stærð við fótboltavöll.

Erlent

Út á hvað gengur stjórnarskrá ESB?

Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið.

Erlent

Palestínumönnum heitið aðstoð

George W. Bush Bandaríkjaforseti og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, funduðu í gær í Hvíta húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Abbas sækir Bandaríkjaforseta heim.

Erlent

Chirac ákallar þjóð sína

Jacques Chirac, forseti Frakklands, ákallaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi í gær til að veita stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins samþykki sitt þegar hún gengur til atkvæða um hann á sunnudaginn.

Erlent

Pillan dregur úr kynhvötinni

Ný rannsókn vísindamanna við Boston-háskóla í Bandaríkjunum bendir til þess að getnaðarvarnapillan geti dregið varanlega úr kynhvöt kvenna.

Erlent

Bóluefni þróað gegn fuglaflensu

Kínverjar segjast hafa þróað bóluefni gegn fuglaflensu, bæði í fuglum og spendýrum. Samkvæmt kínverskum sérfræðingi er virkni bóluefnisins hundrað prósent og þegar hefur bóluefni verið sent til þeirra héraða þar sem flensan hefur verið skæðust.

Erlent

Átti að skjóta vélina niður

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, gaf hernum leyfi til að skjóta niður Cessnu-vél sem flaug yfir Washingtonborg þann 11. maí síðastliðinn. <em>Washington Post</em> greinir frá þessu í dag.

Erlent