Erlent

Fleiri gætu hafa látist

Sérfræðingar á sjúkrahúsinu í Östfold í Noregi útiloka ekki að fleiri en fimm hafi látist úr hermannaveiki undanfarnar vikur og er nú verið að rannsaka nokkur dauðsföll til að ganga úr skugga um hvernig þau bar að. Í Friðriksstað og Sarpsborg hefur neyðarástandi nú verið aflýst en Verdens Gang segir frá því að hermannaveiki hafa fundist í tuttugu kæliturnum fyrir loftræstikerfi á svæðinu. Nú er verið að rannsaka hvort að um sama stofn sé alls staðar að ræða og að því loknu standa vonir til þess að unnt verði að finna uppsprettuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×