Erlent

Flóð í Brasilíu

Gríðarleg úrkoma var í suðurhluta Brasilíu í vikunni og myndaðist mikill vatnselgur af þeim sökum. Í Sao Paolo-héraði týndu fimm manns lífi í flóðum og aurskriðum, þar á meðal tvö börn sem dóu þegar skriða féll á heimili þeirra. Í sjálfri Sao Paolo borg fór allt úr skorðum vegna flóðanna enda voru göturnar líkastar síkjum. Svo miklar rigningar hafa ekki verið á þessu svæði í 22 ár en sólarhringsúrkoman var 114 millimetrar. Til samanburðar þá er meðalársúrkoma í Reykjavík um 800 millimetrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×