Erlent

Síðum úr Kóraninum var sturtað

Síðum úr Kóraninum var sturtað niður í klósett í Guantanamo-herfangelsinu á Kúbu. Þetta kemur fram í skýrslum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sem birtar voru í dag. Bandarísk mannréttindasamtök kröfðust aðgangs að skýrslunum á grundvelli upplýsingalaga. Í síðustu viku greindi fréttatímaritið Newsweek frá samskonar ásökunum en neyddist til að draga fréttina til baka eftir að heimildarmaður tímaritsins kvaðst ekki viss í sinni sök og talsmenn Hvíta hússins vísuðu fregnunum með öllu á bug. Nú benda hins vegar skýrslur FBI til þess að frétt Newsweek hafi ekki verið með öllu röng.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×