Erlent

Pillan dregur úr kynhvötinni

Ný rannsókn vísindamanna við Boston-háskóla í Bandaríkjunum bendir til þess að getnaðarvarnapillan geti dregið varanlega úr kynhvöt kvenna. Sagt var frá rannsókninni í breska blaðinu Daily Mail í gær en í henni voru 125 konur athugaðar. Kom í ljós að í líkama þeirra kvenna sem voru á pillunni var mun hærra hlutfall af sérstöku prótíni sem dregur úr virkni testósteróns í líkamanum en þeirra sem ekki nota þessa tegund getnaðarvarna en testósterón stjórnar kynhvöt bæði karla og kvenna. Töldu formælendur rannsóknarinnar líklegt að binding hormónsins væri óafturkræf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×