Erlent

Takmarka ekki þátttöku kvenna

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur fellt frumvarp repúblíkana sem miðast að því að takmarka þátttöku kvenna í bardögum. Varnarmálaráðuneytið fær hins vegar að ákveða áfram hvaða stöðum konur fái að sinna innan Bandaríkjahers. Ráðuneytið þarf þó að upplýsa þingið um breytingar á öllum reglum um störf kvenna innan hersins áður en þær taka gildi. Þingmaðurinn Duncan Hunter lagði frumvarpið fyrir þingið þar sem hann taldi ársgamla ákvörðun hersins um að heimila kvenhermönnum að þjóna í þjónustusveitum fótgönguliða, stórskotaliða og skriðdrekaliða brjóta í bága við lög frá árinu 1994 sem banna beina þátttöku kvenna í bardögum á vegum hersins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×