Erlent

Krabbar í kynlífssvalli

Það er fjör að fjölga sér en fyrr má nú aldeilis vera. Köngulóarkrabbar á strönd skammt frá Melbourne í Ástralíu virðast alveg gengnir af göflunum. Alla jafna fjölga krabbarnir sér í friði, dreifðir yfir stórt svæði, en í þetta sinn eru fimmtíu þúsund stykki að eðla sig á svæði á stærð við fótboltavöll. Krabbarnir mynda hálfgert teppi sem er metra þykkt og þar fjölga þeir sér í gríð og erg. Væri þarna önnur dýrategund á ferð héti þetta svall og leiddi án efa til fjölda faðernismála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×