Erlent

Barið á egypskum mótmælendum

Atkvæðagreiðsla fór fram í fyrradag um endurbætur á kosningalöggjöf Egyptalands og lágu úrslit þeirra fyrir í gær. Ríflega 80 prósent þeirra sem tóku þátt greiddu breytingunum atkvæði sitt. Stjórnarandstæðingar segja kosningarnar grín en stuðningsmenn Mubaraks forseta segja þær mikilvægt skref í lýðræðisátt. Ofbeldi gegn mótmælendum varpaði skugga á atkvæðagreiðsluna en lögreglan hefur bæði verið sökuð um þáttöku í ofbeldinu og að hafa látið það sér í léttu rúmi liggja. Sérstaklega áttu kvenkyns mótmælendur það á hættu að verða fyrir barsmíðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×