Erlent

Hópur barnaníðinga upprættur

Spænska lögreglan hefur upprætt hóp barnaníðinga sem nauðgaði smábörnum og dreifði myndum af ódæðisverkunum á Netinu. Fimm voru handteknir. Talsmenn lögreglunnar segja að rannsóknin hafi leitt í ljós afbrigðilegheit og úrkynjun sem hafi náð áður óþekktum hæðum. Á myndunum sem voru í dreifingu á Netinu og lögreglan lagði hald á sést hvernig tugir smábarna, allt niður í nokkurra mánaða, eru misnotuð á grófan hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×