Erlent

Sótt að Barroso

Vantrauststillaga hægrisinnaðra Evrópuþingmanna á Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var felld með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu í gær. Tillagan var lögð fram aðeins fjórum dögum áður en Frakkar greiða atkvæði um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Tilefni vantraustsins var ferðalag sem Barroso fór í síðastliðið sumar á lystisnekkju gríska skipakóngsins Spiros Latsis en þingmönnunum þóttu tengsl forsetans við auðkýfinginn orka tvímælis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×