Gefa Frakkar ESB spark? 26. maí 2005 00:01 Jacques Chirac, forseti Frakklands, gerði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld lokaáhlaup að því að telja landa sína á að samþykkja stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins er þeir ganga til þjóðaratkvæðis um hann á sunnudaginn. Chirac, sem ákvað að eigin frumkvæði að skjóta málinu í þjóðaratkvæði "í þeim tilgangi að láta ljós sitt sem evrópskur leiðtogi skína skærar" eins og það er orðað í umfjöllun þýzka tímaritsins Der Spiegel, óttast nú hið versta. Fyrst eftir að Chirac boðaði atkvæðagreiðsluna snemma í vor mældust fylgjendur sáttmálans meðal franskra kjósenda mun fleiri en andstæðingar, en eftir því sem nær dró festist meirihluti andstæðinganna í sessi í skoðanakönnunum. Og "já"-hreyfingin, með alla ríkisstjórnina og forystu stærstu stjórnmálaflokkanna í broddi fylkingar, tók að örvænta. Hinir ýmsu leiðtogar ESB lögðust á árar með Chirac að vara Frakka við því að segja "nei". "Höfnun (sáttmálans) jafngilti sjálfseyðingarhvöt," sagði Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, sem gegnir ESB-formennskunni þetta misserið. Og Josep Borrell, spænskur forseti Evrópuþingsins, beindi orðum sínum beint til franskra kjósenda: "Veitið ekki eigin ríkisstjórn ráðningu með því að gefa Evrópusambandinu spark í rassinn". Franskt "nei" við sáttmálaverkinu yrði Evrópusambandinu mikið áfall, en því var ætlað að vera næsti stóri áfangi í hálfrar aldar sögu Evrópusamrunans og yfirumsjón með smíði þess hafði fyrrverandi Frakklandsforseti, Valery Giscard d'Estaing. Höfnun sáttmálans í Frakklandi myndi að minnsta kosti tímabundið hindra að sáttmálinn gæti gengið í gildi. Öll aðildarríkin 25 verða að fullgilda hann til að hann verði að lögum. Í nýjustu skoðanakönnuninni sögðust 54 prósent aðspurðra myndu greiða atkvæði á móti sáttmálanum en 46 prósent með. En fimmti hver kjósandi hafði enn ekki gert upp hug sinn og það gaf "já"-hreyfingunni veika von um að fylgjendur sáttmálans myndu merja sigur, þvert á spár. Uppstokkun spáð í stjórninni Sjónvarpsávarpið sem Chirac flutti í gærkvöld var síðasta opinbera framlag hans til baráttunnar fyrir samþykkt sáttmálans. Hann hefur sagt að hann muni ekki segja af sér, jafnvel þótt hans málstaður verði undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í frönskum fjölmiðlum gengur hins vegar fjöllunum hærra sú saga að Jean-Pierre Raffarin, hinn óvinsæli forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar, verði látinn fjúka. Dagblaðið Le Figaro leiddi líkur að því að annað hvort innanríkisráðherrann Dominique de Villepin eða varnarmálaráðherrann Michele Aillot-Marie taki stöðu hans. Einn vinsælasti stjórnmálamaðurinn á hægrivængnum, Nicolas Sarcozy, sem er formaður stjórnarflokksins UMP, er ekki talinn líklegur til að verða eftirmaður Raffarins í bili, enda grunnt á því góða milli hans og Chiracs. Málið hefur valdið djúpstæðum klofningi í Frakklandi, þvert á flokkspólitískar línur. Flokksforysta bæði íhaldsflokks Chiracs, UMP, og Sósíalistaflokksins hefur barizt fyrir samþykkt sáttmálans, en ófáir áhrifamenn í báðum flokkum hafa lagt "nei"-hreyfingunni lið. Hvernig sem fer er ljóst að erfitt mun reynast fyrir sósíalista að græða þau sár sem bræðravíg síðustu vikna hafa valdið. Laurent Fabius, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið leiknasti málsvari sósíalista sem hafna sáttmálanum. Hann varaði í gær andstæðinga sáttmálans til að vera of vissir um að þeir hefðu betur á sunnudaginn. "Það segja allir núna að þetta sé afgreitt mál," tjáði Fabius útvarpsstöðinni France-Info, að sögn AP-fréttastofunnar. "Ég trúi því ekki. Skoðanakannanir hafa ekkert að segja, aðeins atkvæðagreiðslan." Öfl lengst til hægri og vinstri hörðust á móti Margir kjósendur bæði í Frakklandi og í Hollandi, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin á miðvikudaginn, hafa margt við sáttmálann að athuga. Vinstrisinnaðir andstæðingar hans halda því fram að hann grafi undan félagslegum réttindum og starfsöryggi og gefi markaðsöflunum lausan tauminn. Hægrisinnaðir andstæðingar hans hafna honum aðallega á þeim forsendum að hann veiki stöðu þjóðríkjanna og færi yfirþjóðlegum stofnunum Evrópusambandsins of mikil völd. Margir Frakkar, hvar í flokki sem þeir standa, tortryggja hið 448 greina plagg vegna þeirrar tilfinningar að stækkun sambandsins í 25 og síðar jafnvel 30 aðildarríki dragi úr vægi Frakklands innan þess og opni fyrir straum ódýrs vinnuafls frá fyrrverandi kommúnistaríkjunum í austri. Ófáir þeirra sem hyggjast greiða atkvæði gegn sáttmálanum í Frakklandi munu þó gera það ekki sízt til að veita ríkisstjórninni ráðningu, en engin ríkisstjórn í 47 ára sögu Fimmta lýðveldisins hefur notið eins lítillar lýðhylli. Þessar óvinsældir er aðallega að rekja til þess að henni hefur ekki tekizt að koma efnahagslífinu upp úr niðursveiflu síðustu missera, atvinnuleysi er enn yfir tíu prósentustigum, kaupmáttur hefur rýrnað og hagvöxtur staðið í stað. Valery Giscard d'Estaing, sem stýrði Framtíðarráðstefnunni svonefndu, stjórnlagaþinginu sem eyddi 17 mánuðum í að undirbúa stjórnarskrársáttmálann, lét hafa eftir sér að andstæðingum sáttmálans hefði orðið svo vel ágengt í að hafa áhrif á almenningsálitið í Frakklandi vegna þess að þeir háðu "skilvirka og fláráða baráttu þar sem þeir ræddu allt annað en stjórnarskrána". Í viðtali á RTL-sjónvarpsstöðinni greip Giscard til orðtaks knattspyrnunnar: "Ég trúi á heilbrigða skynsemi Frakka, svo að ég segi þeim: ekki skora sjálfsmark!" Erlent Fréttir Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Jacques Chirac, forseti Frakklands, gerði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld lokaáhlaup að því að telja landa sína á að samþykkja stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins er þeir ganga til þjóðaratkvæðis um hann á sunnudaginn. Chirac, sem ákvað að eigin frumkvæði að skjóta málinu í þjóðaratkvæði "í þeim tilgangi að láta ljós sitt sem evrópskur leiðtogi skína skærar" eins og það er orðað í umfjöllun þýzka tímaritsins Der Spiegel, óttast nú hið versta. Fyrst eftir að Chirac boðaði atkvæðagreiðsluna snemma í vor mældust fylgjendur sáttmálans meðal franskra kjósenda mun fleiri en andstæðingar, en eftir því sem nær dró festist meirihluti andstæðinganna í sessi í skoðanakönnunum. Og "já"-hreyfingin, með alla ríkisstjórnina og forystu stærstu stjórnmálaflokkanna í broddi fylkingar, tók að örvænta. Hinir ýmsu leiðtogar ESB lögðust á árar með Chirac að vara Frakka við því að segja "nei". "Höfnun (sáttmálans) jafngilti sjálfseyðingarhvöt," sagði Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, sem gegnir ESB-formennskunni þetta misserið. Og Josep Borrell, spænskur forseti Evrópuþingsins, beindi orðum sínum beint til franskra kjósenda: "Veitið ekki eigin ríkisstjórn ráðningu með því að gefa Evrópusambandinu spark í rassinn". Franskt "nei" við sáttmálaverkinu yrði Evrópusambandinu mikið áfall, en því var ætlað að vera næsti stóri áfangi í hálfrar aldar sögu Evrópusamrunans og yfirumsjón með smíði þess hafði fyrrverandi Frakklandsforseti, Valery Giscard d'Estaing. Höfnun sáttmálans í Frakklandi myndi að minnsta kosti tímabundið hindra að sáttmálinn gæti gengið í gildi. Öll aðildarríkin 25 verða að fullgilda hann til að hann verði að lögum. Í nýjustu skoðanakönnuninni sögðust 54 prósent aðspurðra myndu greiða atkvæði á móti sáttmálanum en 46 prósent með. En fimmti hver kjósandi hafði enn ekki gert upp hug sinn og það gaf "já"-hreyfingunni veika von um að fylgjendur sáttmálans myndu merja sigur, þvert á spár. Uppstokkun spáð í stjórninni Sjónvarpsávarpið sem Chirac flutti í gærkvöld var síðasta opinbera framlag hans til baráttunnar fyrir samþykkt sáttmálans. Hann hefur sagt að hann muni ekki segja af sér, jafnvel þótt hans málstaður verði undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í frönskum fjölmiðlum gengur hins vegar fjöllunum hærra sú saga að Jean-Pierre Raffarin, hinn óvinsæli forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar, verði látinn fjúka. Dagblaðið Le Figaro leiddi líkur að því að annað hvort innanríkisráðherrann Dominique de Villepin eða varnarmálaráðherrann Michele Aillot-Marie taki stöðu hans. Einn vinsælasti stjórnmálamaðurinn á hægrivængnum, Nicolas Sarcozy, sem er formaður stjórnarflokksins UMP, er ekki talinn líklegur til að verða eftirmaður Raffarins í bili, enda grunnt á því góða milli hans og Chiracs. Málið hefur valdið djúpstæðum klofningi í Frakklandi, þvert á flokkspólitískar línur. Flokksforysta bæði íhaldsflokks Chiracs, UMP, og Sósíalistaflokksins hefur barizt fyrir samþykkt sáttmálans, en ófáir áhrifamenn í báðum flokkum hafa lagt "nei"-hreyfingunni lið. Hvernig sem fer er ljóst að erfitt mun reynast fyrir sósíalista að græða þau sár sem bræðravíg síðustu vikna hafa valdið. Laurent Fabius, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið leiknasti málsvari sósíalista sem hafna sáttmálanum. Hann varaði í gær andstæðinga sáttmálans til að vera of vissir um að þeir hefðu betur á sunnudaginn. "Það segja allir núna að þetta sé afgreitt mál," tjáði Fabius útvarpsstöðinni France-Info, að sögn AP-fréttastofunnar. "Ég trúi því ekki. Skoðanakannanir hafa ekkert að segja, aðeins atkvæðagreiðslan." Öfl lengst til hægri og vinstri hörðust á móti Margir kjósendur bæði í Frakklandi og í Hollandi, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin á miðvikudaginn, hafa margt við sáttmálann að athuga. Vinstrisinnaðir andstæðingar hans halda því fram að hann grafi undan félagslegum réttindum og starfsöryggi og gefi markaðsöflunum lausan tauminn. Hægrisinnaðir andstæðingar hans hafna honum aðallega á þeim forsendum að hann veiki stöðu þjóðríkjanna og færi yfirþjóðlegum stofnunum Evrópusambandsins of mikil völd. Margir Frakkar, hvar í flokki sem þeir standa, tortryggja hið 448 greina plagg vegna þeirrar tilfinningar að stækkun sambandsins í 25 og síðar jafnvel 30 aðildarríki dragi úr vægi Frakklands innan þess og opni fyrir straum ódýrs vinnuafls frá fyrrverandi kommúnistaríkjunum í austri. Ófáir þeirra sem hyggjast greiða atkvæði gegn sáttmálanum í Frakklandi munu þó gera það ekki sízt til að veita ríkisstjórninni ráðningu, en engin ríkisstjórn í 47 ára sögu Fimmta lýðveldisins hefur notið eins lítillar lýðhylli. Þessar óvinsældir er aðallega að rekja til þess að henni hefur ekki tekizt að koma efnahagslífinu upp úr niðursveiflu síðustu missera, atvinnuleysi er enn yfir tíu prósentustigum, kaupmáttur hefur rýrnað og hagvöxtur staðið í stað. Valery Giscard d'Estaing, sem stýrði Framtíðarráðstefnunni svonefndu, stjórnlagaþinginu sem eyddi 17 mánuðum í að undirbúa stjórnarskrársáttmálann, lét hafa eftir sér að andstæðingum sáttmálans hefði orðið svo vel ágengt í að hafa áhrif á almenningsálitið í Frakklandi vegna þess að þeir háðu "skilvirka og fláráða baráttu þar sem þeir ræddu allt annað en stjórnarskrána". Í viðtali á RTL-sjónvarpsstöðinni greip Giscard til orðtaks knattspyrnunnar: "Ég trúi á heilbrigða skynsemi Frakka, svo að ég segi þeim: ekki skora sjálfsmark!"
Erlent Fréttir Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira