Erlent

Afstaðan farin að bera ávöxt

Aðeins degi eftir að Íranar lofuðu að hætta auðgun úrans ákvað Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, að hefja á ný viðræður við Írana um aðild að stofnuninni. Formlegar viðræður við Írana áttu sér síðast stað árið 1996 en þeim var þá hætt vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Evrópusambandið hafði lýst yfir stuðningi við inngöngu Írana ef þeir létu af áformum sínum um auðgun úrans. Jafnframt hefur þeim verið sagt að þeir geti vænst efnahagslegs og tæknilegs samstarfs. Bandaríkin höfðu í mars síðastliðnum lýst sig tilbúin til að láta af andstöðunni við aðild Írans uppfylltu þeir sett skilyrði.. Utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands, ásamt utanríkismálastjóra ESB, funduðu í þrjár klukkustundir með samninganefnd Írana, og munu þar hafa gefið í skyn að alþjóðlegum refsiaðgerðum yrði beitt héldu þeir áformum sínum til streitu. Hasan Rowhani, formaður samninganefndar Írana, sagði Íran hafa staðfest fyrri skuldbindingar um að þróa ekki kjarnorkuvopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×