Erlent

Bandaríska sendiráðinu lokað

Bandaríkjastjórn lokaði sendiráði sínu í Indónesíu í morgun um óákveðinn tíma vegna öryggisástæðna. Ákvörðun þessi er tekin eftir að Ástralir hvöttu sitt fólk til að fara frá landinu eftir að lögreglan í Jakarta, höfuðborg landsins, hafði varað við hugsanlegum hryðjuverkaárásum á sendiráð, alþjóðlega skóla og á skrifstofubyggingar. Bandaríkin, ásamt Bretlandi og Kanada, hafa varað við að fólk ferðist til Indónesíu síðan hryðjuverkaárásirnar á Balí voru gerðar í október 2002 sem urðu rúmlega tvö hundruð manns, aðallega ferðamönnum, að bana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×