Erlent

Svíar brjóta mannréttindi

Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum hefur úrskurðað að Svíum sé óheimilt að vísa 33 ára gömlum manni frá Azerbadjan og fjölskyldu hans úr landi eins og sænsk stjórnvöld hafa ákveðið. Ástæðan er sú að víst þykir að öryggi mannsins og fjölskyldu hans verði ekki tryggt, verði þau send heim aftur. Þykir þessi úrskurður nefndarinnar nokkuð áfall fyrir Svía, sérstaklega í ljósi þess að ekki er langt síðan nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Svíar hefðu brotið gegn mannréttindum tveggja Egifta árið 2001 sem vísað var úr landi á grundvelli grunsemda um hryðjuverkastarfsemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×