Erlent

Sungið að nýju í dönskum skólum

Leiðtogar danska Þjóðarflokksins ætla að senda fulltrúum sínum í sveitarstjórnum beiðni um að þeir beiti sér fyrir því að morgunsöngur verði tekinn upp að nýju í dönskum grunnskólum.

Erlent

Ungmenni selja klámmyndir af sér

Nokkur ungmenni í Noregi hafa verið staðin að því undanfarið að setja myndir af sér í kynferðislegum athöfnum á Netið, gegn greiðslu. Talsmaður barnaverndunarráðs þar í landi segir þetta ekki geta flokkast undir neitt annað en vændi. Margir unglinganna sem um ræðir eru undir lögaldri.

Erlent

Sendiherra rænt í Írak

Æðsta sendimanni Egypta í Írak hefur verið rænt. Einungis eru örfáar vikur síðan sendimaðurinn, Ihab al-Sherif, kom til Íraks en áður hafði hann verið sendimaður í Líbanon og Sýrlandi.

Erlent

Gonzales kom óvænt til Íraks

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Alberto Gonzales, kom í óvænta heimsókn til Íraks í morgun. Ráðherrann mun eiga fund við embættismenn írakska dómsmálaráðuneytisins og aðra ráðamenn í Bagdad að sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins í borginni. Einnig mun hann að líkindum ræða við forsætisráðherra Íraks, Ibrahim al-Jaafari.

Erlent

Flugeldasýning í geimnum

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA stendur fyrir flugeldasýningu í geimnum í dag, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, ef allt gengur eftir. Mörgum finnst verkefnið minna meira á söguþráð í kvikmynd en alvöru rannsóknir en það snýst um að mannlaust skeyti á 431 milljón kílómetra hraða rekist á halastjörnu og brýtur á hana gat.

Erlent

Landnemar farnir að týnast burt

Landnemar á Vesturbakkanum og Gasa eru farnir að flytja úr húsum sínum, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnar Ariels Sharons og heimastjórnar Palestínumanna um að landnemabyggðir þar skuli yfirgefnar ekki síðar en í haust.

Erlent

Sendiherra Egyptalands rænt í Írak

Sendiherra Egyptalands í Írak var rænt í gærkvöldi. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir egypskum sendiráðsstarfsmanni en hann segir sendiherrann hafa verið að kaupa dagblað úti á götu þegar tvær BMW-bifreiðar, fullar af vopnuðum mönnum, hafi rennt upp að honum og numið hann á brott.

Erlent

Stjórnarandstöðu spáð sigri

Fyrstu útgönguspár í gær benda til þess að stjórnarandstaðan hafi sigrað þingkosningarnar í Albaníu, sem haldnar voru í gær. Von er á opinberri niðurstöðu síðar í dag.

Erlent

Mannránið hefndaraðgerð?

Talið er að ránið á sendiherra Egyptalands í Írak í gærkvöldi hafi verið hefndaraðgerð. Hann hafði aðeins verið nokkrar vikur í starfi.

Erlent

Gæði vodkans versnuðu með frelsinu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vill að ríkið taki aukna ábyrgð á vodkaframleiðslu þar í landi. Hann segir að eftir að áfengisframleiðsla var gefin frjáls séu gæði vörunnar hreint ekki eins mikil.

Erlent

Mótmælin merkilegri en tónleikar

Helgin var undirlögð viðburðum sem hafa áttu áhrif á leiðtoga átta helstu iðnríkja heims sem funda á miðvikudaginn. Í Edinborg í Skotlandi gengu yfir tvö hundruð þúsund manns hring í borginni til að hvetja leiðtogana til að grípa til aðgerða gegn hungri og fátækt í Afríku.

Erlent

Þrjár sprengjur sprungu í Pristina

Þrjár sprengjur sprungu í miðborg Pristina í Kosovo í nótt. Sprengjurnar sprungu nær samtímis við húsnæði Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og héraðsstjórnarinnar.

Erlent

Mikið neðansjávargos virðist hafið

Mikið neðansjávargos virðist hafið skammt frá japönsku eyjunni Iwo Jima. Starfsmenn japönsku landhelgisgæslunnar sáu gufustrók rísa upp úr sjónum í gær og í könnunarflugi kom í ljós að hann náði kílómetra upp í loftið og vatnið virtist rauðleitt þar sem strókurinn kom upp.

Erlent

Bandarískur njósnari slapp

Bandarískum njósnara tókst að komast undan óvinum sínum í austurhluta Afganistan. Maðurinn er hluti sérsveitarhóps sem hefur verið týndur síðan á þriðjudaginn, samkvæmt fréttastofu CNN.

Erlent

Páfi vongóður um fund G8

Benedikt páfi segist vona að fundur leiðtoga G8-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, í næstu viku muni verða til þess að gripið verði til árangursríkra aðgerða til að sporna við fátækt og hungri í heiminum, sérstaklega í Afríku. Þetta kom fram í vikulegri predikun hans á St. Péturstorgi í dag.

Erlent

Sprengju plantað á teinunum

Fimm létust og átta særðust þegar sprengja sprakk á lestarteinum í þann mund sem lest átti leið þar hjá í austurhluta Tyrklands í morgun. Hinir látnu eru allir hermenn sem og þrír hinna særðu. Að sögn Reuters-fréttastofunnar voru það skæruliðar á vegum aðskilnaðarsinna Kúrda sem komu sprengjunni fyrir.

Erlent

Þriðja hákarlaárásin í vikunni

Hákarlar við Flórídastrendur hafa þrisvar ráðist á fólk á innan við viku. Í gær beit hákarl nítján ára gamlan austurrískan ferðamann sem var á sundi skammt undan ströndinni. Hann slapp þó vel miðað við aðstæður þar sem hákarlinn náði aðeins að bíta hann í ökklann.

Erlent

Tuttugu og sex létust

26 létust og 50 slösuðust í sjálfsmorðsárásum í Bagdad og Hillah í Írak í gær. Einn sprengjumannanna sprengdi sig í loft upp í hópi áhorfenda og lögreglu sem hafði safnast saman þar sem annar hafði sprengt sig nokkru áður.

Erlent

Sjö ungmenni létust í Þýskalandi

Sjö ungmenni létust í Þýskalandi í dag þegar bíll sem þau voru í lenti fyrst á ljósastaur og svo á húsi þegar þau voru á leið heim úr útskriftarveislu. Að sögn lögreglunnar í Bavaria-héraði þar sem slysið átti sér stað er talið að ungmennin, sex piltar og ein stúlka, hafi látist samstundis.

Erlent

Argentísk börn í kröfugöngu

Þótt vandamál Afríku séu í brennidepli nú eru fátæk börn í fleiri álfum sem vilja ekki að þau gleymist. Argentínsk börn fóru í kröfugöngu í gær til að mótmæla hungri og fátækt en í Argentínu deyja tugir barna á dag úr hungri.

Erlent

Máli 98 ára konu frestað til 2010

Máli Amaliu Cuccioletti fyrir ítölskum dómstóli hefur verið frestað. Það væri líklega ekki í frásögur færandi ef málinu hefði ekki verið frestað til ársins 2010, auk þess sem Amalia er 98 ára gömul.

Erlent

Þrír látnir eftir lestarslys

Að minnsta kosti þrír eru látnir og 30 slasaðir eftir lestarslys í Salzburg-héraði í austurrísku ölpunum fyrir stundu. Björgunarmenn á vettvangi segja í það minnsta átta manns vera fasta í brakinu. Nánari upplýsingar um tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Erlent

Gengið gegn fátækt

Rúmlega hundrað þúsund manns mynduðu keðju utan um Edinborg í gær og kröfðust þess að valdamestu þjóðir heims aðstoðuðu ríki Afríku til að losna undan oki fátæktar. Myndaði keðjan hvítan hring, sem er merki alþjóðlegrar baráttu gegn fátækt.

Erlent

Berja konur til að sýna vald sitt

Svíar berja konurnar sínar til að sýna þeim hver ræður því þeir hafa misst stjórn á þeim utan heimilisins. Þetta segir sendiherra Svía í Brasilíu, Margareta Winberg, áður jafnréttisráðherra, í viðtali við brasilískt vikurit.

Erlent

Tvær lestir af teinunum

Sex öryggisverðir létust og tólf slösuðust í Tyrklandi í gær þegar tvær lestir fóru út af teinunum. Orsök slyssins eru kunn, kúrdneskir uppreisnarmenn sprengdu tvær sprengjur á lestarteinum, undir lestunum, með þessum afleiðingum. Þriðja sprengjan fannst ekki langt frá þar sem fyrsta sprengjan sprakk og tókst að aftengja hana.

Erlent

Milljónir fylgdust með

Í gær tóku þjóðir um allan heim höndum saman og héldu tónleika í níu borgum til að vekja athygli á neyð þróunarlandanna og safna pening þeim til styrktar. Tónleikarnir hófust í Tokýó, en einnig voru haldnir tónleikar í London, París, Róm, Moskvu, Fíladelfíu, Berlín, Barrie í Kanada og í Jóhannesarborg.  

Erlent

Enn ein sjálfsmorðsprengjuárásin

Tuttugu manns létu lífið í enn einni sjálfsmorðsprengjuárásinni í Bagdad í morgun. Flestir hinna látnu voru menn sem voru að skrá sig í lögregluna en uppreisnarmenn hafa undanfarið sérstaklega beint spjótum sínum að þeim hópi. Með því vilja þeir hræða menn svo færri þori að skrá sig.

Erlent

Kona vígir sig til prests

Frönsk kona tók þá áhættu á að verða gerð útlæg úr kaþólsku kirkjunni með því að vígja sjálfa sig til prests. Genevieve Beney og nokkrar aðrar konur héldu litla athöfn á báti í þeim tilgangi að draga athygli að reglu kaþólsku kirkjunnar að banna konum að vera prestar.

Erlent

G8 kosti afrískan her

Leiðtogar afrísku þróunarsamtakanna ætla að leggja það til við leiðtoga G8-ríkjanna á fundi þeirra í næstu viku að þeir kosti afrískan her. Wiseman Nkuhlu, forseti Nepap, afrísku þróunarsamtakanna, segir nauðsynlegt fyrir Afríku að ákveða sjálf markmið og leiðir til að berjast við fátækt, vanþróun og stríð.

Erlent