Erlent

Búið að ráðstafa söfnunarfé

Hjálparstarf kirkjunnar hefur nú ráðstafað 5,9 milljóna króna söfnunarfé vegna flóttafólks í Darfur í Súdan. Hjálparstarfið þakkar öllum sem lögðu málefninu lið en söfnunin er enn í gangi.

Erlent

Stjórnarkreppa í Japan

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sleit þingi og boðaði til kosninga í morgun. Ástæðan er sú að þingmenn neituðu að styðja hugmyndir Koizumis um að einkavæða japanska póstinn.

Erlent

Discovery lendir í dag

Áætlað er að geimferjan Discovery lendi við Canaveralhöfða í Flórída dag. Áhöfnin lauk undirbúningi sínum fyrir ferðina til jarðar í gærmorgun og æfðu lendinguna ítrekað í tölvuhermi.

Erlent

Ákærðir fyrir áform um árásir

Dómstólar í Jemen hófu í dag að rétta yfir fjórum Írökum sem sakaðir eru um að hafa ætlað að sprengja bæði sendiráð Breta og Bandaríkjamanna í Jemen í loft upp. Aðeins þrír mannanna eru viðstaddir réttarhöldin en þeir voru handteknir árið 2003 með sprengiefni í fórum sínum.

Erlent

Árás á lögreglustöð í Tikrit

Að minnsta kosti tveir lögreglumenn létust og 12 slösuðust þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi lítinn olíuflutningabíl sem hann ók í loft upp við höfuðstöðvar íröksku lögreglunnar í Tikrit í dag. Lögregla segir manninn hafa ekið hratt í átt að hliði stöðvarinnar og því hafi hún hafið skothríð á bílinn sem hafi sprungið áður en hann kom að höfuðstöðvunum.

Erlent

Mikil gleði eftir björgun kafbáts

Mikil gleði ríkir í Rússlandi eftir að sjö kafbátsmönnum var bjargað heilum á húfi eftir þrjá sólarhringa á hafsbotni. Loftbirgðir kafbátsins fóru hratt þverrandi og áhöfnin gat ekki gert annað en beðið og vonað það besta.

Erlent

Skógareldar í Bandaríkjunum

Rýma hefur þurft 150 heimili í norðvesturhluta Bandaríkjanna vegna skógarelda sem þar geysa. Eldurinn kviknaði á föstudaginn en ekki hefur enn skýrst hvað olli. Ekki er vitað um neinar eldingar undanfarna daga en mjög heitt og þurrt hefur verið lengi á þessum slóðum.

Erlent

Netanyahu segir af sér

Benjamin Netanyahu, fjármálaráðherra Ísraels og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Ariels Sharon. Hann segir ástæðuna vera að hann geti ekki samvisku sinnar vegna verið hluti af ríkisstjórn sem standi fyrir brottflutningi gyðinga af Gaza-svæðinu.

Erlent

Verkfall í gullnámum Suður-Afríku

Námuverkamenn sem vinna í gullnámum Suður-Afríku hófu í dag verkfall til þess að krefjast hærri launa. Um 100 þúsund verkamenn í stærsta verkalýðsfélagi náumverkamanna í Suður-Afríku hafa þegar lagt niður vinnu og líklegt er að 25 þúsund menn til viðbótar úr tveimur öðrum félögum leggi niður vinnu á morgun.

Erlent

Loka skrifstofum vegna ógnar

Allar skrifstofur Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu verða lokaðar á morgun og á þriðjudag þar sem bandarískum yfirvöldum hafa borist vísbendingar um hugsanlega hryðjuverkaárás. Frá þessu greindi sendiráð Bandaríkjanna í Riyadh í dag en það verður lokað næstu tvo daga ásamt ræðismannsskrifstofu í Jeddah vegna ógnarinnar. Þá voru bandarískir ríkisborgarar í Sádi-Arabíu hvattir til að vera varðbergi.

Erlent

Styttist í lendingu Discovery

Áhöfn geimferjunnar Discovery naut síðasta dagsins í geimnum í dag ásamt því að undirbúa heimför, en von er á farinu til jarðar í fyrramálið. Veðurspáin fyrir morgundaginn lofar góðu á Flórída þar sem flaugin á að lenda, en áætlað er að hún lendi skömmu fyrir klukkan níu.

Erlent

Furða sig á ákvörðun KEA

Femínistafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið furðar sig á ákvörðun KEA að neita að samþykkja lögbundið fæðingarorlof Andra Teitssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra KEA.

Erlent

Tveir særðir eftir skotárás

Tíu ára ísraelskur drengur særðist alvarlega þegar palestínskur byssumaður skaut á bifreið fyrir utan landnemabyggðir norður af Jerúsalem á Vesturbakkanum í morgun. Þá særði byssumaðurinn einnig einn fullorðinn lítillega í skotárásinni.

Erlent

Hitabylgja í Suður-Evrópu

Tveir slökkviliðsmenn létust við skyldustörf á Spáni í gær en þar geysa skógareldar víða um landið. Annar hrapaði á slökkviflugvél sinni en hinn kramdist undir bjargi sem féll á hann. Einnig hefur þurft að rýma heimili í Portúgal og í suðurhluta Frakklands vegna skógarelda.

Erlent

Þriggja fórnarlamba leitað

Björgunarmenn leituðu í gær þriggja fórnarlamba flugslyssins á laugardag sem ekki hafa fundist enn. Á meðan voru tildrög flugslyssins rannsökuð og eftirlifendur spurðir út í atburðina.

Erlent

Kína andvígt stækkun Öryggisráðs

Kínverjar munu beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ef stækkun þess verður borin undir atkvæði. Fimmtán ríki eiga nú sæti í Öryggisráðinu og fimm þeirra hafa neitunarvald, þar á meðal Kínverjar. Indland, Þýskaland, Japan og Brasilía hafa lagt fram tillögu um að bæta tíu sætum í ráðið en því eru Kínverjar andvígir.

Erlent

Pútín fyrirskipar rannsókn á slysi

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur fyrirskipað rannsókn á því hvers vegna rússneski Priz-dvergkafbáturinn sökk undan ströndum Kamsjatka og sat þar fastur í rúma þrjá sólarhringa. Sjö manna áhöfn var bjargað snemma í morgun eftir að Bretar höfðu komið Rússum til aðstoðar og sent niður fjarstýrðan kafbát sem skar í sundur netið sem kafbáturinn var fastur í.

Erlent

Ákærður fyrir tilræðin 21.júlí

Bresk yfirvöld hafa ákært Yasin Omar, einn fjórmenninganna sem stóðu að misheppnuðum sprengjutilræðum í þremur jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí síðastliðinn. Omar var handtekinn viku eftir árásirnar í Birmingham og er sá fyrsti af mönnunum fjórum sem ákærður er fyrir tilræðin.

Erlent

Hörð mótmæli í Samava í Írak

Hundruð manna gengu berserksgang í smábænum Samava í Írak í dag. Fólkið var að mótmæla lélegri opinberri þjónustu, en þar hefur verið skortur á vatni, rafmagni og öðrum lífsnauðsynjum. Kveikt var í bílum og önnur skemmdarverk unnin. Lauk þessu ekki fyrr en lögregla hóf skothríð á mannfjöldann og er sagt að að minnsta kosti átta manns hafi orðið fyrir byssukúlum.

Erlent

Vakin af birni í útilegu

Hópur fólks í útilegu í Bandaríkjunum vaknaði upp við vondan draum þegar bjarndýr tók að klóra hann. Fólkið var fljótt að koma sér fram úr.

Erlent

Óttast um námuverkamenn í Kína

103 námuverkamenn eru fastir neðanjarðar í námu í Guangdong-héraði í Kína. Miklar rigningar á svæðinu eru sagðar hafa valdið því að það flæddi inn ío námuna með fyrrgreindum afleiðingum. Kínverska fréttastofan Xinhua hefur eftir yfirvöldum á staðnum að björgunarstarf sé hafið en ekki hefur verið greint frá því hvernig aðstæður mannanna séu.

Erlent

Talinn hafa myrt 30 ungar stúlkur

Úkraínska lögreglan hefur handtekið Rússa sem grunaður er um að hafa myrt um þrjátíu ungar stúlkur í landinu á síðustu tveimur áratugum. Maðurinn var gripinn í kjölfar morðs á 10 ára stúlku í síðustu viku og játaði á sig fjölda morða við yfirheyrslur.

Erlent

Netanyahu segir sig úr ríkisstjórn

Benjamin Netanyahu, fjármálaráðherra Ísraels, sagði sig í dag úr ríkisstjórn Ariels Sharons vegna andstöðu sinnar við fyrirhugaðan brottflutning gyðinga frá landnemabyggðum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Í afsagnarbréfi sínu sagði Netanyahu að hann gæti ekki átt aðild að svo óábyrgri ákvörðun og að hún myndi skaða öryggi Ísraela.

Erlent

Kafbátasjómönnum bjargað

Áhöfn rússneska smákafbátsins AS-28 var bjargað í gær. Kafbáturinn hafði legið á 190 metra dýpi í þrjá daga. Skipstjóri kafbátsins sagði sér líða ágætlega þegar hann var kominn í land.

Erlent

Lík af börnum geymd í leyni

Meira en þrjú hundruð lík af börnum og fóstrum voru geymd í formalíni á sjúkrahúsi í París án vitundar aðstandenda þeirra. Málið hefur vakið hörð viðbrögð í Frakklandi.

Erlent

Flóðbylgjuöryggiskerfi innan árs

Stefnt er að því að innan árs verði komið á viðamiklu öryggiskerfi í þeim löndum sem liggja að Indlandshafi. Kerfið gefur frá sér boð ef jarðhræringar verða og hætta er á flóðbylgju.

Erlent

Aswad framseldur til Bretlands

Yfirvöld í Sambíu framseldu í dag Haroon Rashid Aswad til Bretlands, en hann var handtekinn í landinu 20. júlí síðastliðinn grunaður um aðild sjálfsmorðstilræðunum í Lundúnum 7. júlí sem urðu yfir 50 manns að bana. Breska lögreglan hefur þegar yfirheyrt Aswad, sem er breskur ríkisborgari, og segir hann ekki tengjast árásunum.

Erlent

Garang borinn til grafar

Tugþúsundir Súdana vottuðu John Garang, fyrrverandi varaforseta Súdans, virðingu sína þegar hann var borinn til grafar í borginni Juba í suðurhluta landsins í dag. Garang lést í þyrluslysi fyrir viku, aðeins þremur vikum eftir að hann tók við embætti varaforseta.

Erlent