Erlent

Verkfall í gullnámum Suður-Afríku

Námuverkamenn sem vinna í gullnámum Suður-Afríku hófu í dag verkfall til þess að krefjast hærri launa. Um 100 þúsund verkamenn í stærsta verkalýðsfélagi náumverkamanna í Suður-Afríku hafa þegar lagt niður vinnu og líklegt er að 25 þúsund menn til viðbótar úr tveimur öðrum félögum leggi niður vinnu á morgun. Suður-Afríka er stærsti gullstangaframleiðandi í heimi og tekjur í iðnaðurinn leggur til átta prósent af landsframleiðslu. Deilendur segja þó að samningaviðræður haldi áfram þar til niðurstaða fáist en námuverkamennirnir hafa farið fram á 10-12 prósenta launahækkun en vinnuveitendur þeirra hafa hingað til aðeins viljað bjóða helminginn af því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×