Erlent

Aswad framseldur til Bretlands

Yfirvöld í Sambíu framseldu í dag Haroon Rashid Aswad til Bretlands, en hann var handtekinn í landinu 20. júlí síðastliðinn grunaður um aðild sjálfsmorðstilræðunum í Lundúnum 7. júlí sem urðu yfir 50 manns að bana. Breska lögreglan hefur þegar yfirheyrt Aswad, sem er breskur ríkisborgari, og segir hann ekki tengjast árásunum. Hann er hins vegar eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna gruns um að hafa reynt að koma á fót þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn í Oregon-fylki og verður hann líklega framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna af þeim sökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×