Kafbátasjómönnum bjargað 7. ágúst 2005 00:01 Björgun rússneska smákafbátsins AS-28 tókst giftusamlega í gær og bjargaðist öll sjö manna áhöfnin. Hann var dreginn að landi til borgarinnar Petropavlosk á Kamtjaskaskaga snemma í gærmorgun. Kafbáturinn festist í netum og neðansjávarloftneti sem notað er til að fylgjast með skipaumferð um svæðið á fimmtudaginn og því voru sjómennirnir sjö fastir á hafsbotni í heila þrjá daga. Aðstæðurnar í kafbátnum voru heldur hráslagalegar og hitastigið ekki nema rétt um fimm gráður. Sjómönnunum var sagt að klæðast hitagöllum og liggja og reyna að anda eins létt og þeir gátu sem þeir og gerðu meðan þeir biðu á milli vonar og ótta meðan björgunarmenn reyndu allt hvað þeir gátu til að bjarga þeim í kappi við tímann enda er talið að súrefnisbirgðir kafbátsins hefðu ekki dugað nema rétt um hálfan sólarhring í viðbót. Vyatsjeslav Milasjevskí, 25 ára gamall skipstjóri kafbátsins, stóð lengi stoltur við landganginn og heilsaði að hermannasið eftir að kafbáturinn hafði verið dreginn í land. Mátti þó greina bros á annars fölu andliti hans. Þegar blaðamenn spurðu hann svo hvernig honum liði var svarið stutt og laggott: "ágætlega". Eftir mikla fagnaðarfundi við fjölskyldur sínar var áhöfnin flutt á spítala þar sem ástand þeirra var kannað. Eiginkona skipstjórans sagðist bæði hafa grátið og dansað af gleði þegar fréttist af giftusamlegu björguninni. Breskur Super-Scorpio kafbátur, sem er fjarstýrður, var notaður til þess að skera á loftnetið og netadræsurnar sem héldu AS-28 pikkföstum á strandstað. Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, þakkaði í kjölfar björgunarinnar breskum og bandarískum björgunarmönnum fyrir veitta aðstoð. Hann sagði þá hafa gengið hratt og örugglega til verks og sýnt mikla fagmennsku. Athygli og gagnrýni hefur vakið að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur nær ekkert tjáð sig um málið. Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Björgun rússneska smákafbátsins AS-28 tókst giftusamlega í gær og bjargaðist öll sjö manna áhöfnin. Hann var dreginn að landi til borgarinnar Petropavlosk á Kamtjaskaskaga snemma í gærmorgun. Kafbáturinn festist í netum og neðansjávarloftneti sem notað er til að fylgjast með skipaumferð um svæðið á fimmtudaginn og því voru sjómennirnir sjö fastir á hafsbotni í heila þrjá daga. Aðstæðurnar í kafbátnum voru heldur hráslagalegar og hitastigið ekki nema rétt um fimm gráður. Sjómönnunum var sagt að klæðast hitagöllum og liggja og reyna að anda eins létt og þeir gátu sem þeir og gerðu meðan þeir biðu á milli vonar og ótta meðan björgunarmenn reyndu allt hvað þeir gátu til að bjarga þeim í kappi við tímann enda er talið að súrefnisbirgðir kafbátsins hefðu ekki dugað nema rétt um hálfan sólarhring í viðbót. Vyatsjeslav Milasjevskí, 25 ára gamall skipstjóri kafbátsins, stóð lengi stoltur við landganginn og heilsaði að hermannasið eftir að kafbáturinn hafði verið dreginn í land. Mátti þó greina bros á annars fölu andliti hans. Þegar blaðamenn spurðu hann svo hvernig honum liði var svarið stutt og laggott: "ágætlega". Eftir mikla fagnaðarfundi við fjölskyldur sínar var áhöfnin flutt á spítala þar sem ástand þeirra var kannað. Eiginkona skipstjórans sagðist bæði hafa grátið og dansað af gleði þegar fréttist af giftusamlegu björguninni. Breskur Super-Scorpio kafbátur, sem er fjarstýrður, var notaður til þess að skera á loftnetið og netadræsurnar sem héldu AS-28 pikkföstum á strandstað. Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, þakkaði í kjölfar björgunarinnar breskum og bandarískum björgunarmönnum fyrir veitta aðstoð. Hann sagði þá hafa gengið hratt og örugglega til verks og sýnt mikla fagmennsku. Athygli og gagnrýni hefur vakið að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur nær ekkert tjáð sig um málið.
Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira