Erlent

Hitabylgja í Suður-Evrópu

Tveir slökkviliðsmenn létust við skyldustörf á Spáni í gær en þar geysa skógareldar víða um landið. Annar hrapaði á slökkviflugvél sinni en hinn kramdist undir bjargi sem féll á hann. Einnig hefur þurft að rýma heimili í Portúgal og í suðurhluta Frakklands vegna skógarelda. Hitastigið er það hæsta sem mælst hefur á Spáni á þessu ári en á laugardaginn fór hitinn yfir 43 gráður. Margir óttast að sagan frá sumrinu 2003, þegar 19 þúsund manns létust í hitabylgju í Evrópu, endurtaki sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×