Erlent

Árás á lögreglustöð í Tikrit

Að minnsta kosti tveir lögreglumenn létust og 12 slösuðust þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi lítinn olíuflutningabíl sem hann ók í loft upp við höfuðstöðvar íröksku lögreglunnar í Tikrit í dag. Lögregla segir manninn hafa ekið hratt í átt að hliði stöðvarinnar og því hafi hún hafið skothríð á bílinn sem hafi sprungið áður en hann kom að höfuðstöðvunum. Tikrit er heimabær Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks. Þar eru súnnítar fjölmennir, en þeir hafa staðið fyrir fjölmörgum árásum á hersetuliðið og á fólk sem starfar undir nýrri ríkisstjórn sjíta, eins og lögreglumenn og hermenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×