Erlent

Skógareldar í Bandaríkjunum

Rýma hefur þurft 150 heimili í norðvesturhluta Bandaríkjanna vegna skógarelda sem þar geysa. Eldurinn kviknaði á föstudaginn en ekki hefur enn skýrst hvað olli. Ekki er vitað um neinar eldingar undanfarna daga en mjög heitt og þurrt hefur verið lengi á þessum slóðum. Loka hefur þurft vegum í fylkjunum Oregon og Montana vegna eldanna og vinna slökkviliðsmenn að því að halda eldinum í skefjum. Áætlanir slökkviliða gera ráð fyrir að lokið verði við að slökkva eldana á miðvikudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×