Erlent

Óttast um námuverkamenn í Kína

103 námuverkamenn eru fastir neðanjarðar í námu í Guangdong-héraði í Kína. Miklar rigningar á svæðinu eru sagðar hafa valdið því að það flæddi inn ío námuna með fyrrgreindum afleiðingum. Kínverska fréttastofan Xinhua hefur eftir yfirvöldum á staðnum að björgunarstarf sé hafið en ekki hefur verið greint frá því hvernig aðstæður mannanna séu. Kolanámuslys eru tíð í Kína, en fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tíma í fyrra og hafa alls 2700 látist við námastörf það sem af er árinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×