Erlent

Ákærðir fyrir áform um árásir

Dómstólar í Jemen hófu í dag að rétta yfir fjórum Írökum sem sakaðir eru um að hafa ætlað að sprengja bæði sendiráð Breta og Bandaríkjamanna í Jemen í loft upp. Aðeins þrír mannanna eru viðstaddir réttarhöldin en þeir voru handteknir árið 2003 með sprengiefni í fórum sínum. Mennirnir eru einnig ákærðir fyrir að njósna fyrir stjórn Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, en þeir störfuðu sem kennarar í Jemen. Þremenningarnir sem voru viðstaddir lýstu allir yfir sakleysi sínu og sögðust hafa verið kúgaðir til játningar í málunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða refsingu Írakarnir eiga yfir höfði sér verði þeir sakfelldir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×