Erlent

Stjórnarkreppa í Japan

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sleit þingi og boðaði til kosninga í morgun. Ástæðan er sú að þingmenn neituðu að styðja hugmyndir Koizumis um að einkavæða japanska póstinn. Mótleikur hans þykir nokkur djarfur, ekki síst í ljósi þess að gengi flokks hans er sem stendur ekki gott og því óvíst að hann beri sigur úr býtum. Hafi hann betur í kosningunum væri staða hans mun sterkari, þar sem líklegt þykir að fjöldi andstæðinga Koizumis og umbóta innan stjórnarflokksins LDP muni ekki komast aftur á þing.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×