Erlent

Flóðbylgjuöryggiskerfi innan árs

Stefnt er að því að innan árs verði komið á viðamiklu öryggiskerfi í þeim löndum sem liggja að Indlandshafi. Kerfið gefur frá sér boð ef jarðhræringar verða og hætta er á flóðbylgju. Fulltrúar frá þeim 27 löndum sem liggja að Indlandshafi hafa fundað í Ástralíu síðustu daga og lagt drög að uppsetningu og útfærslu kerfisins. Það á að draga verulega úr hættu á að hamfarir af þeirri stærðargráðu, sem flóðbylgjan sem skall á á öðrum degi jóla á síðsta ári og varð meira en 170 þúsund manns að bana, endurtaki sig. Skynjurum verður komið fyrir á hafsbotni sem senda frá sér upplýsingar um skjálftavirkni til gervihnattar sem gerir viðvörunarkerfi í löndunum virkt. Dr. Harsh Gupta, formaður Fjölþjóðaráðsins, segir að þótt flóðbylgjur séu mjög sjaldgæfar séu þær hættulegar þegar þær verði. Öll ríkin sem liggi að Indlandshafi hafi gert sér grein fyrir því og þess vegna sé verið reyna að koma upp kerfi sem við flóðbylgjum næstum því á rauntíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×