Erlent

Loka skrifstofum vegna ógnar

Allar skrifstofur Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu verða lokaðar á morgun og á þriðjudag þar sem bandarískum yfirvöldum hafa borist vísbendingar um hugsanlega hryðjuverkaárás. Frá þessu greindi sendiráð Bandaríkjanna í Riyadh í dag en það verður lokað næstu tvo daga ásamt ræðismannsskrifstofu í Jeddah vegna ógnarinnar. Þá voru bandarískir ríkisborgarar í Sádi-Arabíu hvattir til að vera varðbergi. Aðeins er um mánuður síðan Bandaríkin gáfu út svipaða viðvörun fyrir þegna sína í olíuríkinu en þá var engin tímasetning tilgreind og heldur ekki skotmark. Hryðjuverkamenn tengdir al-Qaida samtökunum hafa á síðustu tveimur árum gert fjölmargar sprengjuárásir í Sádi-Arabíu og hefur 91 farist í þeim, bæði útlendingar og Sádar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×