Erlent Sprengjutilræði í Dagestan Þrír lögreglumenn biðu bana og fjöldi særðist í sprengjutilræði í Makhachkala, höfuðborg rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Dagestan í Kákasusfjöllum. Erlent 20.8.2005 00:01 HM í tangó í Argentínu Heimsmeistaramótið í tangódansi fer fram þessa dagana í Búenos Aíres í Argentínu. Á annað hundrað pör hófu keppni en nú eru þrjátíu eftir. Flest eru þau argentínsk, en tangóinn á rætur sínar þar. Hann varð til úr blöndu ýmissa dansa og alls konar tónlistar sem evrópskir innflytjendur fluttu með sér til Argentínu í byrjun síðustu aldar. Erlent 20.8.2005 00:01 85% landnema farin frá Gasa Áttatíu og fimm prósent íbúanna í landnemabyggðunum á Gasaströndinni hafa nú yfirgefið heimili sín. Herinn getur ekkert gert í dag til að flytja þá sem eftir eru á brott vegna sabbatsins, hvíldardags gyðinga. Lögreglan telur þó að allar byggðirnar sem á að rýma verði orðnar auðar á mánudag. Erlent 20.8.2005 00:01 Fylgið dalar Þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til norsku þingkosninganna virðist fylgi Verkamannaflokksins og bandalagsflokka hans hafa dalað. Erlent 19.8.2005 00:01 Strangtrúaðir handteknir á Gaza Að minnsta kosti eitt hundrað strangtrúaðir gyðingar voru handteknir í gær fyrir að veita mótspyrnu þegar öryggissveitir reyndu að flytja þá sem enn voru á landnemabyggðum á Gasasvæðinu, á brott. Erlent 19.8.2005 00:01 Al-Kaída lýsti ábyrgð Þremur eldflaugum var skotið á skotmörk í Jórdaníu og Ísrael í gær. Ein sprakk rétt hjá bandarísku herskipi en önnur hafnaði nærri flugvelli. Einn maður lést í árásinni. Erlent 19.8.2005 00:01 Dönsk fyrirtæki krafin skýringa Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur krafið yfir sjötíu dönsk fyrirtæki um skýringar á samskiptum sínum við Íraksstjórn meðan á olíusöluáætlun samtakanna stóð. Erlent 19.8.2005 00:01 Friðarmamman farin heim Friðarmamman Cindy Sheehan, sem hefur haldið til fyrir utan búgarð Bush forseta frá síðustu mánaðamótum gafst upp í gærkvöldi. Hún hafði heitið því að vera við búgarðinn í Texas þar til Bush hitti hana og svaraði spurningum hennar. Erlent 19.8.2005 00:01 Nú má guð bíða aðeins lengur 117 ára gömul kona, sem kann að vera sú elsta í heimi, gekkst í gær undir augnaðgerð. "Hér áður bað ég guð um að fara að taka við mér en nú þoli ég að bíða aðeins lengur," sagði Hanna Barisevitsj frá Hvíta-Rússlandi eftir að hún gekkst undir aðgerðina. Erlent 19.8.2005 00:01 Ástæða fluglsyss enn óljós Frumrannsóknir á líkum farþeganna um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst á Grikklandi í síðustu viku leiddu í ljós að engar líkur eru á að hættulegar lofttegundir hafi dreifst um vélina og valdið meðvitundarleysi eða dauða þeirra sem voru um borð. Erlent 19.8.2005 00:01 Disney sakað um arðrán Walt Disney fyrirtækið hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum á hendur verksmiðjum í Kína sem framleiða ýmsan varning fyrir fyrirtækið. Erlent 19.8.2005 00:01 BTK morðinginn dæmdur BTK-fjöldamorðinginn, Dennis Rader, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir dómstóli í Kansas í Bandaríkjunum. Rader sem er 60 ára gamall myrti 10 manns með hrottafengnum hætti í Kansas á árunum 1974 til 1991. Erlent 19.8.2005 00:01 Gaslind finnst í Norðursjó Norska orku- og iðnfyrirtækið Hydro staðfesti í gær að það hefði fundið miklar gaslindir undan ströndum Noregs. Erlent 19.8.2005 00:01 Lögreglustjóri neitar ásökunum Yfirmaður Lundúnalögreglunnar, Ian Blair, neitar því staðfastlega að hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn á dauða Brasílíumannsins Jean Charles de Menezes, sem lögreglumenn skutu til bana á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum í júlí. Erlent 19.8.2005 00:01 Ian Blair segir ekki af sér Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, ætlar ekki að segja upp starfi sínu þrátt fyrir háværar kröfur þess efnis. Ástæðan eru rangfærslur hans eftir að brasilískur karlmaður var skotinn til bana í misgripum á neðanjarðarlestarstöð í borginni. Erlent 19.8.2005 00:01 Grundfos mútaði ríkisstjórn Íraks Danska fyrirtækið Grundfos hefur gengist við því að hafa greitt embættismönnum í ríkisstjórn Saddams Hússeins mútur á þeim tíma sem áætlun Sameinuðu þjóðanna um olíu fyrir mat stóð yfir. Erlent 19.8.2005 00:01 Mestu eldar frá 1945 Skógareldarnir sem geysað hafa um norðurhluta Portúgals í allt sumar hafa kostað alls tíu slökkviliðsmenn lífið. Yfir 100 hús hafa brunnið til kaldra kola vegna þeirra og 17 verksmiðjur. Þá hafa um 500 byggingar við bóndabæi orðið eldinum að bráð og yfir 135 þúsund hektarar lands eyðilagst. Eldarnir í ár eru þeir mestu í Portúgal frá árinu 1945. Erlent 19.8.2005 00:01 Yfir 90% undir fátæktarmörkum Yfir 90% íbúa Tsjetsjeníu lifa undir fátæktarmörkum. Þetta segir efnahags- og þróunarmálaráðherra Rússlands en fátækramörkin miðast við 72 evrur á mánuði eða sem nemur um 5.600 krónum. Erlent 19.8.2005 00:01 Mo Mowlam látin Mo Mowlam, fyrrverandi Írlandsmálaráðherra Bretlands lést í morgun, 55 ára að aldri. Mowlam greindist með heilaæxli seint á síðasta áratug og hefur átt við veikindi að stríða frá því fyrr í þessum mánuði. Í síðustu viku var hún færð frá King's College sjúkrahúsinu á sjúkrastofnun í Canterbury í Kent. Mowlan sat í ríkisstjórn Tony Blair frá árinu 1997 til 2001. Erlent 19.8.2005 00:01 Flugskeytum skotið að herskipum Þremur flugskeytum var skotið að tveimur bandarískum herskipum sem voru í höfn í Jórdaníu í morgun. Skeytin hæfðu þó ekki skotmarkið heldur lentu þau á birgðageymslu og sjúkrahúsi, þar sem einn hermaður féll, og svo í Eilat í Ísrael, sem er í níu kílómetra fjarlægð. Erlent 19.8.2005 00:01 Sýknaður og sakfelldur Mounir El Motassadeq, Marokkó-búi sem sakaður var um aðild að hryðjuverkaárásunum ellefta september, var í morgun sýknaður af þeim ákærum. Dómstóll í Hamborg fjallaði um mál mannsins sem var hins vegar sakfelldur fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. Erlent 19.8.2005 00:01 Vonir um grænlenska olíu Vonir eru bundnar við að olíulindir sé að finna úti fyrir Nuuk á vesturströnd Grænlands sem geti fært íbúum landsins allt að 700 milljörðum íslenskra króna í tekjur . Erlent 19.8.2005 00:01 Gíslatökumaður skotinn Öryggissveitir í Georgíu skutu í morgun mann til bana sem hafði ruðst inn í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins þar í landi. Maðurinn æddi inn á stöðina um klukkan fimm í morgun, tók nokkra gísla og krafðist þess að fá að tala við ríkissaksóknara. Erlent 19.8.2005 00:01 Lyfjarisi fær 16 milljarða sekt Kviðdómur í Texas komst í kvöld að þeirri niðurstöðu að lyfjarisinn Merck & Co. bæri ábyrgð á dauða manns sem hafði tekið inn verkjalyfið Vioxx og lést úr hjartaáfalli. Ekkja mannsins fær andvirði rúmra sextán milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Erlent 19.8.2005 00:01 Sýknaður af aðild að 11. september Dómstóll í Hamborg dæmdi í gær Mounir el Motassadeq, marokkóskan mann sem búsettur er í Þýskalandi, fyrir að vera félagi í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Hann var hins vegar sýknaður af þátttöku í hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Erlent 19.8.2005 00:01 Litrík stjórnmálakona látin Mo Mowlam var án efa með litríkustu stjórnmálamönnum Bretlands en hennar verður fyrst og fremst minnst fyrir þátt hennar í friðarferlinu á Norður-Írlandi. Erlent 19.8.2005 00:01 Ungmenni drukknuðu í helli í Utah Lík fjögurra ungmenna fundust í helli í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fólkið, sem var á aldrinum 18 til 28 ára, hafði ætlað að reyna að synda í gegnum vatnsfyllt göng á milli tveggja hella en drukknað á leiðinni. Fimmti meðlimur hópsins hringdi á hjálp klukkutíma eftir að félagar hans höfðu synt af stað. Erlent 19.8.2005 00:01 Náðugt hjá Ísraelsher Brottfllutningi landtökumanna af Gaza-svæðinu miðar vel áfram. Ekki kom til neinna alvarlegra átaka á svæðinu í gær. Erlent 19.8.2005 00:01 Vantar kvenlega varkárni í akstur Ef karlar ækju eins og konur létust helmingi færri í umferðinni. Þetta kemur fram í sænskri greiningu á bílslysum sem gerð var af sænska umferðaröryggiseftirlitinu. Erlent 19.8.2005 00:01 Helmingur brúða undir lögaldri Nær helmingur allra brúða í Afganistan eru yngri en 16 ára og á afskekktum svæðum landsins eru stúlkubörn allt niður í sex ára gefin í hjónabönd samkvæmt upplýsingum sem AP fréttastofan hefur frá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 18.8.2005 00:01 « ‹ ›
Sprengjutilræði í Dagestan Þrír lögreglumenn biðu bana og fjöldi særðist í sprengjutilræði í Makhachkala, höfuðborg rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Dagestan í Kákasusfjöllum. Erlent 20.8.2005 00:01
HM í tangó í Argentínu Heimsmeistaramótið í tangódansi fer fram þessa dagana í Búenos Aíres í Argentínu. Á annað hundrað pör hófu keppni en nú eru þrjátíu eftir. Flest eru þau argentínsk, en tangóinn á rætur sínar þar. Hann varð til úr blöndu ýmissa dansa og alls konar tónlistar sem evrópskir innflytjendur fluttu með sér til Argentínu í byrjun síðustu aldar. Erlent 20.8.2005 00:01
85% landnema farin frá Gasa Áttatíu og fimm prósent íbúanna í landnemabyggðunum á Gasaströndinni hafa nú yfirgefið heimili sín. Herinn getur ekkert gert í dag til að flytja þá sem eftir eru á brott vegna sabbatsins, hvíldardags gyðinga. Lögreglan telur þó að allar byggðirnar sem á að rýma verði orðnar auðar á mánudag. Erlent 20.8.2005 00:01
Fylgið dalar Þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til norsku þingkosninganna virðist fylgi Verkamannaflokksins og bandalagsflokka hans hafa dalað. Erlent 19.8.2005 00:01
Strangtrúaðir handteknir á Gaza Að minnsta kosti eitt hundrað strangtrúaðir gyðingar voru handteknir í gær fyrir að veita mótspyrnu þegar öryggissveitir reyndu að flytja þá sem enn voru á landnemabyggðum á Gasasvæðinu, á brott. Erlent 19.8.2005 00:01
Al-Kaída lýsti ábyrgð Þremur eldflaugum var skotið á skotmörk í Jórdaníu og Ísrael í gær. Ein sprakk rétt hjá bandarísku herskipi en önnur hafnaði nærri flugvelli. Einn maður lést í árásinni. Erlent 19.8.2005 00:01
Dönsk fyrirtæki krafin skýringa Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur krafið yfir sjötíu dönsk fyrirtæki um skýringar á samskiptum sínum við Íraksstjórn meðan á olíusöluáætlun samtakanna stóð. Erlent 19.8.2005 00:01
Friðarmamman farin heim Friðarmamman Cindy Sheehan, sem hefur haldið til fyrir utan búgarð Bush forseta frá síðustu mánaðamótum gafst upp í gærkvöldi. Hún hafði heitið því að vera við búgarðinn í Texas þar til Bush hitti hana og svaraði spurningum hennar. Erlent 19.8.2005 00:01
Nú má guð bíða aðeins lengur 117 ára gömul kona, sem kann að vera sú elsta í heimi, gekkst í gær undir augnaðgerð. "Hér áður bað ég guð um að fara að taka við mér en nú þoli ég að bíða aðeins lengur," sagði Hanna Barisevitsj frá Hvíta-Rússlandi eftir að hún gekkst undir aðgerðina. Erlent 19.8.2005 00:01
Ástæða fluglsyss enn óljós Frumrannsóknir á líkum farþeganna um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst á Grikklandi í síðustu viku leiddu í ljós að engar líkur eru á að hættulegar lofttegundir hafi dreifst um vélina og valdið meðvitundarleysi eða dauða þeirra sem voru um borð. Erlent 19.8.2005 00:01
Disney sakað um arðrán Walt Disney fyrirtækið hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum á hendur verksmiðjum í Kína sem framleiða ýmsan varning fyrir fyrirtækið. Erlent 19.8.2005 00:01
BTK morðinginn dæmdur BTK-fjöldamorðinginn, Dennis Rader, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir dómstóli í Kansas í Bandaríkjunum. Rader sem er 60 ára gamall myrti 10 manns með hrottafengnum hætti í Kansas á árunum 1974 til 1991. Erlent 19.8.2005 00:01
Gaslind finnst í Norðursjó Norska orku- og iðnfyrirtækið Hydro staðfesti í gær að það hefði fundið miklar gaslindir undan ströndum Noregs. Erlent 19.8.2005 00:01
Lögreglustjóri neitar ásökunum Yfirmaður Lundúnalögreglunnar, Ian Blair, neitar því staðfastlega að hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn á dauða Brasílíumannsins Jean Charles de Menezes, sem lögreglumenn skutu til bana á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum í júlí. Erlent 19.8.2005 00:01
Ian Blair segir ekki af sér Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, ætlar ekki að segja upp starfi sínu þrátt fyrir háværar kröfur þess efnis. Ástæðan eru rangfærslur hans eftir að brasilískur karlmaður var skotinn til bana í misgripum á neðanjarðarlestarstöð í borginni. Erlent 19.8.2005 00:01
Grundfos mútaði ríkisstjórn Íraks Danska fyrirtækið Grundfos hefur gengist við því að hafa greitt embættismönnum í ríkisstjórn Saddams Hússeins mútur á þeim tíma sem áætlun Sameinuðu þjóðanna um olíu fyrir mat stóð yfir. Erlent 19.8.2005 00:01
Mestu eldar frá 1945 Skógareldarnir sem geysað hafa um norðurhluta Portúgals í allt sumar hafa kostað alls tíu slökkviliðsmenn lífið. Yfir 100 hús hafa brunnið til kaldra kola vegna þeirra og 17 verksmiðjur. Þá hafa um 500 byggingar við bóndabæi orðið eldinum að bráð og yfir 135 þúsund hektarar lands eyðilagst. Eldarnir í ár eru þeir mestu í Portúgal frá árinu 1945. Erlent 19.8.2005 00:01
Yfir 90% undir fátæktarmörkum Yfir 90% íbúa Tsjetsjeníu lifa undir fátæktarmörkum. Þetta segir efnahags- og þróunarmálaráðherra Rússlands en fátækramörkin miðast við 72 evrur á mánuði eða sem nemur um 5.600 krónum. Erlent 19.8.2005 00:01
Mo Mowlam látin Mo Mowlam, fyrrverandi Írlandsmálaráðherra Bretlands lést í morgun, 55 ára að aldri. Mowlam greindist með heilaæxli seint á síðasta áratug og hefur átt við veikindi að stríða frá því fyrr í þessum mánuði. Í síðustu viku var hún færð frá King's College sjúkrahúsinu á sjúkrastofnun í Canterbury í Kent. Mowlan sat í ríkisstjórn Tony Blair frá árinu 1997 til 2001. Erlent 19.8.2005 00:01
Flugskeytum skotið að herskipum Þremur flugskeytum var skotið að tveimur bandarískum herskipum sem voru í höfn í Jórdaníu í morgun. Skeytin hæfðu þó ekki skotmarkið heldur lentu þau á birgðageymslu og sjúkrahúsi, þar sem einn hermaður féll, og svo í Eilat í Ísrael, sem er í níu kílómetra fjarlægð. Erlent 19.8.2005 00:01
Sýknaður og sakfelldur Mounir El Motassadeq, Marokkó-búi sem sakaður var um aðild að hryðjuverkaárásunum ellefta september, var í morgun sýknaður af þeim ákærum. Dómstóll í Hamborg fjallaði um mál mannsins sem var hins vegar sakfelldur fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. Erlent 19.8.2005 00:01
Vonir um grænlenska olíu Vonir eru bundnar við að olíulindir sé að finna úti fyrir Nuuk á vesturströnd Grænlands sem geti fært íbúum landsins allt að 700 milljörðum íslenskra króna í tekjur . Erlent 19.8.2005 00:01
Gíslatökumaður skotinn Öryggissveitir í Georgíu skutu í morgun mann til bana sem hafði ruðst inn í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins þar í landi. Maðurinn æddi inn á stöðina um klukkan fimm í morgun, tók nokkra gísla og krafðist þess að fá að tala við ríkissaksóknara. Erlent 19.8.2005 00:01
Lyfjarisi fær 16 milljarða sekt Kviðdómur í Texas komst í kvöld að þeirri niðurstöðu að lyfjarisinn Merck & Co. bæri ábyrgð á dauða manns sem hafði tekið inn verkjalyfið Vioxx og lést úr hjartaáfalli. Ekkja mannsins fær andvirði rúmra sextán milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Erlent 19.8.2005 00:01
Sýknaður af aðild að 11. september Dómstóll í Hamborg dæmdi í gær Mounir el Motassadeq, marokkóskan mann sem búsettur er í Þýskalandi, fyrir að vera félagi í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Hann var hins vegar sýknaður af þátttöku í hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Erlent 19.8.2005 00:01
Litrík stjórnmálakona látin Mo Mowlam var án efa með litríkustu stjórnmálamönnum Bretlands en hennar verður fyrst og fremst minnst fyrir þátt hennar í friðarferlinu á Norður-Írlandi. Erlent 19.8.2005 00:01
Ungmenni drukknuðu í helli í Utah Lík fjögurra ungmenna fundust í helli í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fólkið, sem var á aldrinum 18 til 28 ára, hafði ætlað að reyna að synda í gegnum vatnsfyllt göng á milli tveggja hella en drukknað á leiðinni. Fimmti meðlimur hópsins hringdi á hjálp klukkutíma eftir að félagar hans höfðu synt af stað. Erlent 19.8.2005 00:01
Náðugt hjá Ísraelsher Brottfllutningi landtökumanna af Gaza-svæðinu miðar vel áfram. Ekki kom til neinna alvarlegra átaka á svæðinu í gær. Erlent 19.8.2005 00:01
Vantar kvenlega varkárni í akstur Ef karlar ækju eins og konur létust helmingi færri í umferðinni. Þetta kemur fram í sænskri greiningu á bílslysum sem gerð var af sænska umferðaröryggiseftirlitinu. Erlent 19.8.2005 00:01
Helmingur brúða undir lögaldri Nær helmingur allra brúða í Afganistan eru yngri en 16 ára og á afskekktum svæðum landsins eru stúlkubörn allt niður í sex ára gefin í hjónabönd samkvæmt upplýsingum sem AP fréttastofan hefur frá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 18.8.2005 00:01