Erlent Katrín þriðja stigs fellibylur Miðja fellibylsins Katrínar er nú aðeins um þrjátíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 200 kílómetrar á klukkustund. Erlent 29.8.2005 00:01 Þrjátíu slösuðust í sprengingu Sprengja sprakk um borð í farþegaferju við Basilan-eyju á Filippseyjum á sunnudaginn og slösuðst þrjátíu manns. Erlent 29.8.2005 00:01 Hækkar yfirborð sjávar "Það sem gerir þennan fellibyl svo frábrugðinn öðrum er kannski fyrst og fremst staðurinn þar sem hann ber að," segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Erlent 29.8.2005 00:01 Fundu lík af 13 mönnum í Írak Íröksk lögregla greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af 13 mönnum í þremur bæjum í vesturhluta landsins, Falluja, Saqlawiya og Karma. Hún greindi hins vegar ekki frá því af hverjum líkin voru eða hvernig fólkið hefði dáið. Fjölmörg lík hafa fundist í Írak undanfarna mánuði, flest þeirra af fólki sem hefur verið tekið af lífi, og óttast sumir að það sé undanfari borgarastríðs milli ólíkra trúarhópa í landinu. Erlent 29.8.2005 00:01 Frakkar birta svartan lista Frakkar hafa birt lista yfir alþjóðaflugfélög sem fá ekki lendingarleyfi í Frakklandi. Á honum er þó aðeins að finna fimm flugfélög: Air Koryo frá Norður-Kóreu, Air Saint-Thomas frá Bandaríkjunum, International Air Service frá Líberíu og LAM Líneas aéreas de Mozambique frá Mósambík, og leiguflugfélag þaðan, Transairways. Erlent 29.8.2005 00:01 Katrín skammt frá New Orleans Fellibylurinn Katrín er nú óðum að nálgast strendur Louisiana í suðurhluta Bandaríkjanna, en allt bendir til þess að hann stefni beint á borgina New Orleans. Vindhraðinn er nú um 240 kílómetrar á klukkustund, en um einni og hálfri milljón manna hefur þegar verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna veðurofsans. Gríðarleg umferð hefur verið út úr borginni í nótt og í morgun. Erlent 29.8.2005 00:01 Fordæmalaust eignatjón Tjónið af völdum fellibylsins Katrínar sem gekk á land á suðurströnd Bandaríkjanna í gær er talið geta numið allt að 1.600 milljörðum króna. Manntjón vegna óveðursins virðist hins vegar óverulegt. Erlent 29.8.2005 00:01 Styðja hugsanlega stjórnarskrá Einn stærsti stjórnmálaflokkur súnníta segir nú koma til greina að styðja stjórnarskrána sem sjítar og Kúrdar kynntu drög að í gær. Tareq al-Hashemi, talsmaður írakska íslamistaflokksins, sagði í morgun hugsanlegt að flokksmenn styddi stjórnarskrána en þó aðeins ef komið yrði til móts við athugasemdir þeirra. Ekki hafi enn verið gengið frá stjórnarskránni og því sé tími til stefnu. Erlent 29.8.2005 00:01 Samstaða um lagabreytingar Þverpólitísk samstaða er um það að breyta lögum um ríkiserfðir í Danmörku þannig að fyrsta barn Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprisessu verði erfingi krúnunnar hvort sem það verður stelpa eða strákur. Frá þessu greindi Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag eftir fund með leiðtogum annarra þingflokka. Erlent 29.8.2005 00:01 Katrín veldur usla í New Orleans Miðja fellibylsins Katrínar er nú um fjörutíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 250 kílómetrar á klukkustund. Erlent 29.8.2005 00:01 Tveir látast í árás í Nablus Tveir Palestínumenn létust í sprengjuárás á flóttamannabúðir í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Ekki er enn vitað hver stóð að baki árásinni og lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á hina látnu. Erlent 29.8.2005 00:01 Vilja verða þrettánda eiginkonan Fimmtíu þúsund konur dönsuðu í dag berar að ofan fyrir framan Mswati III, konung Svasílands, allar í von um að verða valdar sem þrettánda eiginkona konungsins. Ein dansmeyjanna, Zodwa Mamba, sextán ára, sagðist vilja lifa þægilegu lífi, eiga peninga, BMW-bifreið og farsíma. Hver og ein eiginkvennanna tólf á einmitt sérhöll og BMW. Erlent 29.8.2005 00:01 Lét skjóta sér yfir landamærin Ævintýramaðurinn Dave Smith notaði heldur nýstárlega leið til að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Eftir að hafa veifað bandarískum passa til að sýna fram á þjóðerni sitt, fór hann inn í fallbyssu og lét skjóta sér yfir landamærin. Flugið frá borginni Tijuana í Mexíkó gekk vel og Smith lenti heilu og höldnu í San Diego eftir að hafa flogið um fimmtíu metra. Erlent 29.8.2005 00:01 Leitaði liðsinnis Landhelgisgæslu Rússneskur ferjufarþegi bað íslensku Landhelgisgæsluna að bjarga sér þegar þrjótar ógnuðu honum á leið frá Þýskalandi til Finnlands. Erlent 29.8.2005 00:01 Þriðji hver Dani óttast árás Þriðji hver Dani óttast að hryðjuverkaverkaárásir verði gerðar í landinu, samkvæmt könnun sem dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> segir frá í dag. 40 prósent telja eftirliti og öryggisgæslu á fjölförnum stöðum ábótavant og 75 prósent vilja að fleiri eftirlitsmyndavélar verði settar upp. Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna hversu langt eigi að ganga í því. Erlent 29.8.2005 00:01 Rafmagnsleysi víða í New Orleans Áhrifa fellibylsins Katrínar er nú farið að gæta óþyrmilega í New Orleans. Tveggja metra djúpt vatn flæðir nú um hluta borgarinnar, stór hluti er rafmagnslaus og þakplötur og allt lauslegt fýkur á ofsahraða um göturnar. Erlent 29.8.2005 00:01 Enn mótmæla súnníar Þúsundir súnnía mótmæltu stjórnarskrárfrumvarpi Íraks sem afgreitt var úr þinginu á sunnudaginn þvert á vilja þeirra. Óttast er að deilurnar milli þjóðarbrotanna í landinu magnist enn. Erlent 29.8.2005 00:01 Telur möguleika sína hafa aukist Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar eftir tvær vikur, og ekki síður vegna stjórnarmyndunar í kjölfarið. Kjell Magne Bondevik segir í viðtali við Stöð 2 að möguleikar sínir til að halda velli sem forsætisráðherra séu að aukast en Jens Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur þótt líklegur til að velta honum úr sessi. Erlent 29.8.2005 00:01 Vonast eftir samevrópskum grunni Frakkar segjast vonast til þes að svartur listi þeirra og Belga yfir flugfélög sem þeir telja að hafi öryggismál sín ekki í lagi, verði til þess að hraða því að samevrópskur gagnagrunnur og sambærilegur listi verði gerður. Á listanum eru sem stendur fjórtán flugfélög. Erlent 29.8.2005 00:01 Bretar vissu af tengslunum Stjórnvöld í Bretlandi voru vöruð við tengslum milli aukinnar öfgastefnu breskra múslima og stríðsins í Írak fyrir einu ári síðan. Þetta kemur í ljós í bréfi sem breska dagblaðið Observer hefur undir höndum Erlent 28.8.2005 00:01 Hertara eftirlit með flugfélögum Flugmálayfirvöld í Frakklandi, Belgíu og Sviss ætla á næstu dögum að fylgja fordæmi Breta og birta lista yfir þau flugfélög sem að mati stjórnvalda uppfylla ekki settar öryggiskröfur. Erlent 28.8.2005 00:01 Fólk til sýnis Í dýragarðinum í Lundúnum getur þú talað við dýrin, og sum þeirra svara þér líka. Um helgina voru til sýnis í dýragarðinum átta dýr af tegundinni homo sapiens. Þarna voru á ferðinni átta breskir sjálfboðaliðar, þrír karlar og fimm konur, klæddir í sundföt með fíkjulauf sem skýldu viðkvæmustu staði. Erlent 28.8.2005 00:01 Mæður í Beslan fá fund með Pútin Rússneskar mæður sem misstu börn sín í umsátrinu og árásinni barnaskólann í Beslan þar sem 331 lét lífið, þar af helmingurinn börn segja að Pútin forsætisráðherra hafi boðað þær á fund annan semptember næstkomandi, næstum ári á eftir atburðinn. Erlent 28.8.2005 00:01 Sonur Sharon ákærður Omri Sharon, sonur forsætisráðherra Ísraels Ariel Sharon, hefur verið ákærður fyrir spillingu. Hann er grunaður um að hafa haldið leyndum ólöglegum fjárframlögum í einn af kosningasjóðum föður síns með því að nota uppspunnin fyrirtæki. Erlent 28.8.2005 00:01 Bresk kona myrt í fjölskylduveislu Kona á þrítugsaldri var skotin til bana í fjölskylduveislu í suðurhluta Lundúna í gærkvöldi. Konan mun hafa haldið á ungabarni þegar hún var skotin. Erlent 28.8.2005 00:01 Íbúar New Orleans flýja Katrínu Íbúar New Orleans flýja nú unnvörpum en fellibylurinn Katrína stefnir þangað hraðbyri. Hún er kröfugusti fellibylurinn sem stefnir á borgina frá 1969. Erlent 28.8.2005 00:01 Drög að stjórnarskrá lögð fram Drög að stjórnarskrá voru loksins lögð fram í Írak í dag, eftir endurteknar frestanir og langvarandi deilur. Forseti landsins bað almenning um að styðja stjórnarskrána sem öflugir hópast berjast þó gegn. Erlent 28.8.2005 00:01 Súnníar ákalla alþjóðasamfélagið Íraskir þingmenn ákváðu í gær að vísa drögum að stjórnarskrá landsins til þjóðaratkvæðagreiðslu. Súnníar eru mjög ósáttir við inntak hennar og skora á alþjóðasamfélagið að koma í veg fyrir að hún verði samþykkt. Erlent 28.8.2005 00:01 Fuglaflensa í Finnlandi Yfirvöld í Finnlandi tilkynntu um helgina að líklega hefði fundist fuglaflensusmit í mávi í bænum Oulu í norðurhluta landsins. Þrátt fyrir það er talið ólíklegt að vírusinn sem fannst sé af gerðinni H5N Erlent 28.8.2005 00:01 Fæðir barn í beinni Framleiðendur hollenska Big Brother raunveruleikaþáttarins hafa ákveðið að einn af þátttakendunum muni fæða barn í næstu þáttaröð. Þættirnir sem njóta mikilla vinsælda víða um heim snúast um það að fylgjast með hópi af fólki sem býr í tiltekinn tíma saman í íbúð og fær ekki að fara þaðan nema vera kosið út. Erlent 28.8.2005 00:01 « ‹ ›
Katrín þriðja stigs fellibylur Miðja fellibylsins Katrínar er nú aðeins um þrjátíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 200 kílómetrar á klukkustund. Erlent 29.8.2005 00:01
Þrjátíu slösuðust í sprengingu Sprengja sprakk um borð í farþegaferju við Basilan-eyju á Filippseyjum á sunnudaginn og slösuðst þrjátíu manns. Erlent 29.8.2005 00:01
Hækkar yfirborð sjávar "Það sem gerir þennan fellibyl svo frábrugðinn öðrum er kannski fyrst og fremst staðurinn þar sem hann ber að," segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Erlent 29.8.2005 00:01
Fundu lík af 13 mönnum í Írak Íröksk lögregla greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af 13 mönnum í þremur bæjum í vesturhluta landsins, Falluja, Saqlawiya og Karma. Hún greindi hins vegar ekki frá því af hverjum líkin voru eða hvernig fólkið hefði dáið. Fjölmörg lík hafa fundist í Írak undanfarna mánuði, flest þeirra af fólki sem hefur verið tekið af lífi, og óttast sumir að það sé undanfari borgarastríðs milli ólíkra trúarhópa í landinu. Erlent 29.8.2005 00:01
Frakkar birta svartan lista Frakkar hafa birt lista yfir alþjóðaflugfélög sem fá ekki lendingarleyfi í Frakklandi. Á honum er þó aðeins að finna fimm flugfélög: Air Koryo frá Norður-Kóreu, Air Saint-Thomas frá Bandaríkjunum, International Air Service frá Líberíu og LAM Líneas aéreas de Mozambique frá Mósambík, og leiguflugfélag þaðan, Transairways. Erlent 29.8.2005 00:01
Katrín skammt frá New Orleans Fellibylurinn Katrín er nú óðum að nálgast strendur Louisiana í suðurhluta Bandaríkjanna, en allt bendir til þess að hann stefni beint á borgina New Orleans. Vindhraðinn er nú um 240 kílómetrar á klukkustund, en um einni og hálfri milljón manna hefur þegar verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna veðurofsans. Gríðarleg umferð hefur verið út úr borginni í nótt og í morgun. Erlent 29.8.2005 00:01
Fordæmalaust eignatjón Tjónið af völdum fellibylsins Katrínar sem gekk á land á suðurströnd Bandaríkjanna í gær er talið geta numið allt að 1.600 milljörðum króna. Manntjón vegna óveðursins virðist hins vegar óverulegt. Erlent 29.8.2005 00:01
Styðja hugsanlega stjórnarskrá Einn stærsti stjórnmálaflokkur súnníta segir nú koma til greina að styðja stjórnarskrána sem sjítar og Kúrdar kynntu drög að í gær. Tareq al-Hashemi, talsmaður írakska íslamistaflokksins, sagði í morgun hugsanlegt að flokksmenn styddi stjórnarskrána en þó aðeins ef komið yrði til móts við athugasemdir þeirra. Ekki hafi enn verið gengið frá stjórnarskránni og því sé tími til stefnu. Erlent 29.8.2005 00:01
Samstaða um lagabreytingar Þverpólitísk samstaða er um það að breyta lögum um ríkiserfðir í Danmörku þannig að fyrsta barn Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprisessu verði erfingi krúnunnar hvort sem það verður stelpa eða strákur. Frá þessu greindi Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag eftir fund með leiðtogum annarra þingflokka. Erlent 29.8.2005 00:01
Katrín veldur usla í New Orleans Miðja fellibylsins Katrínar er nú um fjörutíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 250 kílómetrar á klukkustund. Erlent 29.8.2005 00:01
Tveir látast í árás í Nablus Tveir Palestínumenn létust í sprengjuárás á flóttamannabúðir í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Ekki er enn vitað hver stóð að baki árásinni og lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á hina látnu. Erlent 29.8.2005 00:01
Vilja verða þrettánda eiginkonan Fimmtíu þúsund konur dönsuðu í dag berar að ofan fyrir framan Mswati III, konung Svasílands, allar í von um að verða valdar sem þrettánda eiginkona konungsins. Ein dansmeyjanna, Zodwa Mamba, sextán ára, sagðist vilja lifa þægilegu lífi, eiga peninga, BMW-bifreið og farsíma. Hver og ein eiginkvennanna tólf á einmitt sérhöll og BMW. Erlent 29.8.2005 00:01
Lét skjóta sér yfir landamærin Ævintýramaðurinn Dave Smith notaði heldur nýstárlega leið til að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Eftir að hafa veifað bandarískum passa til að sýna fram á þjóðerni sitt, fór hann inn í fallbyssu og lét skjóta sér yfir landamærin. Flugið frá borginni Tijuana í Mexíkó gekk vel og Smith lenti heilu og höldnu í San Diego eftir að hafa flogið um fimmtíu metra. Erlent 29.8.2005 00:01
Leitaði liðsinnis Landhelgisgæslu Rússneskur ferjufarþegi bað íslensku Landhelgisgæsluna að bjarga sér þegar þrjótar ógnuðu honum á leið frá Þýskalandi til Finnlands. Erlent 29.8.2005 00:01
Þriðji hver Dani óttast árás Þriðji hver Dani óttast að hryðjuverkaverkaárásir verði gerðar í landinu, samkvæmt könnun sem dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> segir frá í dag. 40 prósent telja eftirliti og öryggisgæslu á fjölförnum stöðum ábótavant og 75 prósent vilja að fleiri eftirlitsmyndavélar verði settar upp. Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna hversu langt eigi að ganga í því. Erlent 29.8.2005 00:01
Rafmagnsleysi víða í New Orleans Áhrifa fellibylsins Katrínar er nú farið að gæta óþyrmilega í New Orleans. Tveggja metra djúpt vatn flæðir nú um hluta borgarinnar, stór hluti er rafmagnslaus og þakplötur og allt lauslegt fýkur á ofsahraða um göturnar. Erlent 29.8.2005 00:01
Enn mótmæla súnníar Þúsundir súnnía mótmæltu stjórnarskrárfrumvarpi Íraks sem afgreitt var úr þinginu á sunnudaginn þvert á vilja þeirra. Óttast er að deilurnar milli þjóðarbrotanna í landinu magnist enn. Erlent 29.8.2005 00:01
Telur möguleika sína hafa aukist Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar eftir tvær vikur, og ekki síður vegna stjórnarmyndunar í kjölfarið. Kjell Magne Bondevik segir í viðtali við Stöð 2 að möguleikar sínir til að halda velli sem forsætisráðherra séu að aukast en Jens Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur þótt líklegur til að velta honum úr sessi. Erlent 29.8.2005 00:01
Vonast eftir samevrópskum grunni Frakkar segjast vonast til þes að svartur listi þeirra og Belga yfir flugfélög sem þeir telja að hafi öryggismál sín ekki í lagi, verði til þess að hraða því að samevrópskur gagnagrunnur og sambærilegur listi verði gerður. Á listanum eru sem stendur fjórtán flugfélög. Erlent 29.8.2005 00:01
Bretar vissu af tengslunum Stjórnvöld í Bretlandi voru vöruð við tengslum milli aukinnar öfgastefnu breskra múslima og stríðsins í Írak fyrir einu ári síðan. Þetta kemur í ljós í bréfi sem breska dagblaðið Observer hefur undir höndum Erlent 28.8.2005 00:01
Hertara eftirlit með flugfélögum Flugmálayfirvöld í Frakklandi, Belgíu og Sviss ætla á næstu dögum að fylgja fordæmi Breta og birta lista yfir þau flugfélög sem að mati stjórnvalda uppfylla ekki settar öryggiskröfur. Erlent 28.8.2005 00:01
Fólk til sýnis Í dýragarðinum í Lundúnum getur þú talað við dýrin, og sum þeirra svara þér líka. Um helgina voru til sýnis í dýragarðinum átta dýr af tegundinni homo sapiens. Þarna voru á ferðinni átta breskir sjálfboðaliðar, þrír karlar og fimm konur, klæddir í sundföt með fíkjulauf sem skýldu viðkvæmustu staði. Erlent 28.8.2005 00:01
Mæður í Beslan fá fund með Pútin Rússneskar mæður sem misstu börn sín í umsátrinu og árásinni barnaskólann í Beslan þar sem 331 lét lífið, þar af helmingurinn börn segja að Pútin forsætisráðherra hafi boðað þær á fund annan semptember næstkomandi, næstum ári á eftir atburðinn. Erlent 28.8.2005 00:01
Sonur Sharon ákærður Omri Sharon, sonur forsætisráðherra Ísraels Ariel Sharon, hefur verið ákærður fyrir spillingu. Hann er grunaður um að hafa haldið leyndum ólöglegum fjárframlögum í einn af kosningasjóðum föður síns með því að nota uppspunnin fyrirtæki. Erlent 28.8.2005 00:01
Bresk kona myrt í fjölskylduveislu Kona á þrítugsaldri var skotin til bana í fjölskylduveislu í suðurhluta Lundúna í gærkvöldi. Konan mun hafa haldið á ungabarni þegar hún var skotin. Erlent 28.8.2005 00:01
Íbúar New Orleans flýja Katrínu Íbúar New Orleans flýja nú unnvörpum en fellibylurinn Katrína stefnir þangað hraðbyri. Hún er kröfugusti fellibylurinn sem stefnir á borgina frá 1969. Erlent 28.8.2005 00:01
Drög að stjórnarskrá lögð fram Drög að stjórnarskrá voru loksins lögð fram í Írak í dag, eftir endurteknar frestanir og langvarandi deilur. Forseti landsins bað almenning um að styðja stjórnarskrána sem öflugir hópast berjast þó gegn. Erlent 28.8.2005 00:01
Súnníar ákalla alþjóðasamfélagið Íraskir þingmenn ákváðu í gær að vísa drögum að stjórnarskrá landsins til þjóðaratkvæðagreiðslu. Súnníar eru mjög ósáttir við inntak hennar og skora á alþjóðasamfélagið að koma í veg fyrir að hún verði samþykkt. Erlent 28.8.2005 00:01
Fuglaflensa í Finnlandi Yfirvöld í Finnlandi tilkynntu um helgina að líklega hefði fundist fuglaflensusmit í mávi í bænum Oulu í norðurhluta landsins. Þrátt fyrir það er talið ólíklegt að vírusinn sem fannst sé af gerðinni H5N Erlent 28.8.2005 00:01
Fæðir barn í beinni Framleiðendur hollenska Big Brother raunveruleikaþáttarins hafa ákveðið að einn af þátttakendunum muni fæða barn í næstu þáttaröð. Þættirnir sem njóta mikilla vinsælda víða um heim snúast um það að fylgjast með hópi af fólki sem býr í tiltekinn tíma saman í íbúð og fær ekki að fara þaðan nema vera kosið út. Erlent 28.8.2005 00:01