Erlent

Hertara eftirlit með flugfélögum

Flugmálayfirvöld í Frakklandi, Belgíu og Sviss ætla á næstu dögum að fylgja fordæmi Breta og birta lista yfir þau flugfélög sem að mati stjórnvalda uppfylla ekki settar öryggiskröfur. Þetta hefur vakið gleði manna í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en þar á bæ hefur verið unnið að því undanfarið hálft ár að fá aðildarríkin 25 til að sameinast um slíkan lista yfir ótraust flugfélög. Ítalir hafa gagnrýnt hugmyndina, en í ljósi þess að fleiri ríki ætla nú að fylgja fordæmi Breta, gerir framkvæmdastjórn ESB sér nú vonir um að slíkur listi geti legið fyrir af hálfu alls sambandsins í síðasta lagi á næsta ári. Á lista breskra yfirvalda yfir flugfélög sem ekki uppfylla settar öryggiskröfur eru félög frá Tatsíkistan, Svasílandi, Sierra Leone, Líberíu, Miðbaugs-gíneu og Afríkulýðveldið Kongó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×