Erlent

Fæðir barn í beinni

Framleiðendur hollenska Big Brother raunveruleikaþáttarins hafa ákveðið að einn af þátttakendunum muni fæða barn í næstu þáttaröð. Þættirnir sem njóta mikilla vinsælda víða um heim snúast um það að fylgjast með hópi af fólki sem býr í tiltekinn tíma saman í íbúð og fær ekki að fara þaðan nema vera kosið út. Yfirvöld í Hollandi athuga nú hvort fyrirætlanir framleiðanda séu yfirleitt leyfilegar, því strangar reglur gilda í hollensku sjónvarpi um börn í sjónvarpi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×