Erlent

Fólk til sýnis

Í dýragarðinum í Lundúnum getur þú talað við dýrin, og sum þeirra svara þér líka. Um helgina voru til sýnis í dýragarðinum átta dýr af tegundinni homo sapiens. Þarna voru á ferðinni átta breskir sjálfboðaliðar, þrír karlar og fimm konur, klæddir í sundföt með fíkjulauf sem skýldu viðkvæmustu staði. Þetta uppátæki yfirmanna dýragarðsins átti að sýna gestum og gangandi að maðurinn er þegar allt kemur til alls aðeins prímati eins og aðrir apar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×